laugardagur, apríl 30, 2005

Heimsókn

Gamalreyndi lyftingakappinn Friðrik Jósefsson kíkti til okkar Ármenninga í Sóltúnið í dag og sagðist hafa áhuga á að fara að taka aðeins á því. Honum leist vel á aðstöðuna og er vonandi að hann fari að mæta á æfingar, enda var hann einn sá allra öflugasti hér í denn og við vitleysingarnir sem erum tiltölulega nýbyrjaðir ættum að geta lært sitthvað af honum. Friðrik hefur einmitt dæmt á tveimur síðustu mótum í lyftingum.

Endilega kíkjið á myndasíðuna, komnar fullt af nýjum myndum af Íslandsmótinu og einnig fleiri myndir í möppuna "Gamlar kempur".

Jónsi.

Úrslit Móta

Í síðustu viku fór fram EM í Lyftingum og er búið að fjalla aðeins um það hér fyrir neðan en þeir sem áhuga hafa að sjá heildar úrslitin þá má sjá þau með því að smella hér.

Fyrr í mánuðinum fór fram Norðurlandamót unglinga í Larvik í Noregi og smellið hér til að sjá úrslitin.

Ármann Dan

föstudagur, apríl 29, 2005

Smáþjóðarleikarnir


Stephen Borg

Á morgun laugardaginn 30. apríl hefjast smáþjóðarleikarnir í lyftingum og eru keppendur frá Möltu, Kýpur, Monakó og Lúxemborg sem taka þátt.
Nú rétt fyrir keppnina meiddist hinn ungi Clint Grech (sem ritað var um þann 27. apríl) og þurfti því að draga sig úr keppni en í hans stað kemur Manuel Schmebri.

Stephen Borg sem er einn af bestu lyftingamönnum Möltu kom alla leið frá Ástralíu til að geta tekið þátt í mótinu en hann ætlar sér að keppa fyrir hönd Möltu á Samveldisleikunum á næsta ári sem verða haldnir í Melbourne, Ástralíu.

Úrslit mótsins verða birt hér á síðunni eftir helgi.

Ármann Dan

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Fréttir

Nokkrir Norðurlandabúar kepptu á EM sem var í síðustu viku og þó þeir næðu ekki á pall í sínum flokki að þá stóðu þeir sig ágætlega.
Í 53 KG flokki kvenna keppti Sini Kukkonen frá Finnlandi og snaraði hún 67,5 kg og jafnhattaði 87,5 kg, samtals 155 kg og lenti í 10. sæti.

Í 58 KG flokki kvenna kepptu þær Ruth Kasyire frá Noregi og Heidi Harju frá Finnlandi. Ruth snaraði 80 kg og jafnhattaði 100 kg, samtals 180 kg og tryggði það henni 8. sæti en Heidi snaraði 82,5 kg og jafnhattaði 95,0 kg, samtals 177,5 kg og lenti hún í 10. sæti.

Í 94 KG flokki karla keppti Finninn Toni Puurunen og snaraði hann 155 kg og jafnhattaði 185 kg, samtals 340 kg og hlaut því 13. sætið.

Í 105 flokki karla keppti Geir Groennevik frá Noregi og snaraði hann 147,5 kg og jafnhattaði 177,5 kg, samtals 325 kg og endaði hann í 10. sæti.

Í +105 kg flokki kepptu þeir Jim Gyllenhammar frá Svíþjóð og Finnin Antti Everi. Jim snaraði 170 kg og jafnhattaði 215 kg en mistókst tvisvar við 225 kg, hann náði því samtals 385 kg. Þess má geta að þetta er besti árangur Jim á Alþjóðlegu móti og var stutt frá hans besta þar sem hann á Svíþjóðarmetið í snörun 170,5 kg sem hann setti á Sænska meistaramótinu 13. febrúar síðastliðinn og hans besti árangur í jafnhöttun er 220 kg. Þessi árangur Jim tryggði honum 12. sætið.
Antti snaraði 162,5 kg og jafnhattaði 197,5 kg, samtals 360 kg og lenti hann í 14. sæti.

Ármann Dan

miðvikudagur, apríl 27, 2005


Hinn 17 ára gamli Clint Grech.

Nú um næstu helgi fer fram Smáþjóðarleikar í Lyftingum og fara þeir fram á Möltu. Þær þjóðir sem taka þátt að þessu sinni eru Malta, Kýpur, Lúxemborg og Mónakó en því miður sendum við Íslendingar enga keppendur.

Samhliða þessum leikum fer fram alþjóðlegt mót í Lyftingum og keppa þar einnig menn frá Ástralíu, Wales, Írlandi og Ghana.
Þetta mót dregur að sér góða keppendur eins og Julian McWatt frá Ghana sem endaði í 14 sæti í 85 kg flokki á Ólympíuleikunum í Aþenu á síðasta ári með 272,5 kg og frá Ástralíu kemur Sergo Chackoyan sem að lenti í þriðja sæti 85 kg flokki á Heimsmeistaramótinu 2003 með 377.5 Kg samanlagt.

Lyftingar á Möltu eru að sækja í sig veðrið og hefur nýliðun verið góð. Fyrr í mánuðinum var haldið úrtökumót fyrir Smáþjóðarleikana í Lyftingum og tryggði hinn 17 ára gamli Clint Grech sér þáttökurétt á mótinu þegar hann setti tvö Möltumet í 69kg flokki, 107,5 kg í jafnhöttun og samanlögðu 190 kg.

Þess má geta að á þessum leikum er ekki keppt í þyngdarflokkum heldur er þetta Sinclair stiga mót.

Ármann Dan

Evrópumótið í Lyftingum 85kg - +105kg flokkur.


Hakan Yilmaz

Í 85 kg flokknum var hart barist og var flokkurinn mjög jafn en það var síðan Ruslan Novikau (Hvíta-Rússland) sem stóð uppi sem sigurvegari með 170 kg í snörun og jafnhattaði 205 kg, samtals 375 kg. Í öðru sæti var það svo Varleriu Calancea (Rúmenia) sem snaraði 165 kg og jafnhattaði 205 kg, samtals 370 kg. Það var síðan Arsen Melikyan (Armenia) sem hlaut bronsið með 165 kg í snörun og 197,5 kg í jafnhöttun, samtals 362,5 kg sem var það sama og Oleksander Cherpak (Ukraína) lyfti en Melikyan var léttari og hlaut því bronsið.

Hakam Yilmaz (Tyrkland) sigraði 94-kg flokkinn með 177,5 kg í snörun og 215 kg í jafnhöttun, samtals 392,5 kg. Andrey Skorobogatov (Rússland) hlaut silfrið með 170 kg í snörun og 212.5 í jafnhöttun, samtals 382,5 kg og Konstantin Piliyev (Ukraína) hlaut bronsið með 170 kg í snörun og 210 kg í jafnhöttun, samtals 380 kg.

Vladimir Smorchkov (Russland) sigraði 105-kg flokkinn með 195 kg í snörun og 227,5 kg í jafnhöttun, samtals 422,5 kg. Í öðru sæti var svo Bunyami Sudas (Tyrkland) sem snaraði 182,5 kg og jafnhattaði einnig 227.5 kg, samtals 410 kg og Ramunas Vysniauskas (Litháhen) lyfti sömu þyngdum en Sudas var léttari og vann því silfrið.

Í +105 kg flokknum var það Vicktors Schyrbatihs (Lettland) sem sigraði með 200 kg í snörun og jafnhattaði 250-kg, samtals 450 kg. Silfrið hlaut Evgeny Chigishev (Rússland) sem snaraði 205 kg og missti naumlega tilraun sína við Evrópumetið 210,5 kg. Hann jafnhattaði 222,5 kg, samtals 447,5 kg. Ashot Danielyan (Armenia) hlaut bronsið með 200 kg í snörun og 240 kg í jafnhöttun, samtals 440 kg.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Myndir af Íslandsmótinu í Lyftingum 2005.

Nú er búið að setja inn link hér til hliðar á myndirnar sem að Jóhannes Eiríksson tók á Íslandsmótinu sem fór fram um síðustu helgi og mæli ég eindreigið með því að menn skoði þær.

Evrópumótið í Lyftingum 56kg-77kg flokkur.


Halil Mutlu

Í síðustu viku fór fram Evrópumeistaramót í Lyftingum í Sofia í Búlgaríu.
Fyrst stigu á stokk keppendur í 56 kg flokki og var það Sedat Artuc (Tyrklandi) sem vann flokkinn. Artuc sem vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar, snaraði 125 kg og jafnhattaði 150 kg, samtals 275 kg. Í öðru sæti var unglingurinn Erol Bilgin sem einnig er frá Tyrklandi og snaraði hann 120 kg og jafnhattaði 145 kg, samtals 265 kg. Í þriðja sæti var svo Hvítrússinn Vitali Dzerbieniov sem að snaraði 117.5kg og jafnhattaði 142.5 kg, samtals 260 kg.

Í 62 kg flokki var það enginn annar en þrefaldi Ólympíumeistarinn Halil Mutlu (Tyrklandi) sem sigraði en hann hafði þyngt sig upp um flokk. Mutlu snaraði 140 kg og jafnhattaði 167,5 kg, samtals 307,5 kg. Annar var Sevdalin Angelov (Búlgaría) með 132,5 kg í snörun og 165 kg í jafnhöttun, samtals 297,5 kg. Þriðji var Adrian Jigau (Rúmenía) sem snaraði 132,5 kg og jafnhattaði 162,5 kg, samtals 295 kg.

Í 69 kg flokki var það Demir Demirev (Bulgaria) sem sigraði með 150 kg í snörun og 185 kg í jafnhöttun, samtals 335 kg. Í öðru sæti var Ferit Sen (Tyrkland) sem snaraði 147.5 kg og jafnhattaði 175 kg, samtals 322,5 kg. Í þriðja sæti var svo Mehmed Fikretov (Bulgaria) en hann snaraði 135 kg og jafnhattaði 177.5 kg, samtals 312,5 kg.

Taner Sagir (Tyrkland) sigraði í 77 kg flokki þar sem hann snaraði 167,5 kg og jafnhattaði 192,5 kg, samtals 360 kg. Í öðru sæti var svo Sebastian Dogariu (Romenia) sem snaraði 160 kg og jafnhattaði 187.5 kg, samtals 347,5 kg. Þriðja sætið hlaut Búlgarinn Ivan Stoitzovsem snaraði 155 kg og jafnhattaði 190 kg, samtals 345 kg.

laugardagur, apríl 23, 2005

Íslandsmótið í Ólympískum Lyftingum

Íslandsmótið í Ólympískum lyftingum var haldið í dag í Íþrótthúsi Snælandsskóla og tókst mótið vel.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

58 kg flokkur kvenna:
1. Sæti Thalithya Overvliet snaraði: 40 kg og jafnhattaði 45 kg. Hún
er Hollenskur Ríkisborgari og keppti því sem gestur á þessu móti.

69 kg flokkur karla:
1. Sæti Andry Ívanson, FH snaraði: 45 kg og jafnhattaði 60 kg.

77 kg flokkur karla:
1. Sæti Sigurður Einarsson, FH snaraði: 75 kg og jafnhattaði 110 kg.
Sigurður reyndi tvisvar við Íslandsmet í jafnhöttun 115,5 kg en það tókst því miður ekki.

94 kg flokkur karla:
1. Sæti Jón Pétur Jóelsson, Ármanni snaraði: 75 kg og jafnhattaði 112,5 kg.
2. Sæti Snorri Agnarsson, Ármanni snaraði: 80 kg og jafnhattaði 107,5 kg.

105 kg flokkur karla:
1. Sæti Ásgeir Bjarnason, FH snaraði: 95 kg og jafnhattaði 125 kg.
2. Sæti Guðbrandur Þorkelsson, Ármanni snaraði: 90 kg og jafnhattaði 122,5 kg
3. Sæti Einar Marteinsson, ÍR snaraði: 75 kg og jafnhattaði 110 kg.

+105 kg flokkur karla:
1. Sæti Gísli Kristjánsson, Ármanni snaraði: 140 kg og jafnhattaði 170 kg.
2. Sæti Skarphéðinn Þráinsson, Ármanni snaraði: 80 kg og jafnhattaði 125 kg.
Þorgeir Ragnarsson tók þátt í þessum flokki en náði ekki að gera gilda
lyftu í snörun og datt því úr keppni. Hann tók samt þátt í jafnhöttun og setti "personal best" 130 kg.

Gísli Kristjánsson var einnig valinn maður mótsins.

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Íslandsmót í Ólympískum Lyftingum.

Íslandsmótið í Ólympískum Lyftingum verður haldið laugardaginn 23. apríl í Snælandsskóla og hefst það kl. 15:00.
Þetta er fyrsta Íslandsmótið sem haldið er í 4 ár og eru 7-9 keppendur sem munu taka þátt og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta og sýna stuðning.
Frítt inn.

laugardagur, apríl 16, 2005

Svíþjóðarmót


Lars Andersson

Um síðustu helgi var lyftingamót haldið í Svíþjóð. Lars Andersson (24 ára) 105 kg flokki, keppti fyrir Falu Ak og sló hvorki meira né minna en fjögur sænsk met! 165,5 kg í snörun og 200,5 í jafnhöttun, samanlagt 365 kg. Sá sem átti fyrra metið var Kristoffer Modig en hann keppir fyrir Kalmar Ak. Metið hans í jafnhöttun var 200 kg slétt og var það sett árið 1998.
Madeleine Ahlner (17 ára) sem keppir fyrir Skara Ak rétt skreið yfir núgildandi met í 63kg flokki kvenna og er nýja metið upp á 88,5 kg.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Íslendingar á HM og ÓL.

Guðmundur Sigurðsson var að senda mér upplýsingar um Íslendinga á HM og Ól og læt ég það fylgja með hér fyrir neðan.
2002-11-23 Gísli Kristjánsson. HM Warschau (POL) Þyngd 114.45 kg, snörun 150.0 kg, 21.sæti, jafnhöttun 185.0 kg, 18. Sæti, samtals 335.0 kg 19. Sæti.

1987-05-31 Iris Gronfeld HM Daytona Beach (USA) Þyngd 59.15 kg, snörun 57.5 kg, 11.sæti, jafnhöttun 75.0 kg, 9.sæti, samtals 132.5 kg, 10.sæti.

1985-01-01 G. Gíslason HM Södertälje (SWE) Þyngd 95.35 kg, snörun 145.0 kg, 21. sæti
jafnhöttun 175.0 kg, 25. sæti, samtals 320.0 kg, 24.sæti.

1980-01-01 Birgir Þór Borgþórsson OL Moskau (URS) Þyngd 95.95 kg, snörun 147.5 kg. jafnhöttun 182.5 kg . samtals 330.0 kg 12. Sæti

1980-01-01 Birgir Þór Borgthorsson HM Moskau (URS) Þyngd 95.95 kg, snörun 147.5 kg. jafnhöttun 182.5 kg. samtals 330.0 kg 12. Sæti

1980-01-01 Guðmundur Helgason OL Moskau (URS) Þyngd 86.25 kg, snörun 135.0 kg, jafnhöttun 160.0 kg. samtals 295.0 kg 13. Sæti

1980-01-01 Guðmundur Helgason HM Moskau (URS) Þyngd 86.25 kg, snörun 135.0 kg, jafnhöttun 160.0 kg. samtals 295.0 kg 13. Sæti

1980-01-01 Þorsteinn Leifsson OL Moskau (URS) Þyngd 82.40 kg, snörun 125.0 kg. jafnhöttun 0.0 kg. samtals 0.0 kg

1980-01-01 Þorsteinn Leifsson HM Moskau (URS) Þyngd 82.40 kg, snörun 125.0 kg. jafnhöttun 0.0 kg. samtals 0.0 kg

1979-01-01 Gústav Agnarsson HM Saloniki (GRE) Þyngd 109.00 kg, snörun 162.5 kg 10. sæti jafnhöttun 195.0 kg 9. Sæti, samtals 357.5 kg 10. Sæti.

1979-01-01 Birgir Þór Borgthorsson HM Saloniki (GRE) Þyngd 98.80 kg, snörun 140.0 kg 16.sæti, jafnhöttun 180.0 kg 15. sæti, samtals 320.0 kg 16. sæti.

1979-01-01 Guðmundur Sigurdsson HM Saloniki (GRE) Þyngd 97.40 kg, snörun 0 kg, jafnhöttun 0 kg, samtals 0 kg.

1976-01-01 Guðmundur Sigurdsson OL Montreal (CAN) Þyngd 89.80 kg, snörun 145.0 kg. jafnhöttun 187.5 kg. samtals 332.5 kg 8. sæti

1976-01-01 Guðmundur Sigurdsson HM Montreal (CAN) Þyngd 89.80 kg, snörun 145.0 kg. jafnhöttun 187.5 kg. 332.5 kg 8. sæti

1975-01-01 Gústav Agnarsson HM Moskau (URS) Þyngd 106.20 kg, snörun 0.0 kg.
jafnhöttun 0 kg, samtals 0 kg.

1974-01-01 Gústav Agnarsson HM Manila (PHI) Þyngd 107.60 kg. snörun 0.0 kg.
jafnhöttun 0 kg, samtals 0 kg.

1974-01-01 Guðmundur Sigurdson HM Manila (PHI) Þyngd 88.00 kg. snörun 140.0 kg 10. sæti jafnhöttun 180.0 kg 12. sæti, samtals 320.0 kg 11. sæti.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Nú styttist í Evrópumótið.



Á Evrópumótinu sem fer fram í næstu viku verða margir verðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Aþenu. Allt frá 56 kg flokki þar sem tyrkirnir Halil Mutlu sem vann til gullverðlauna og Artuc Sedat sem vann til bronsverðlauna keppa, til +105 kg flokks þar sem silvurverðlaunahafinn frá Lettlandi Viktors Scerbatihs og bronsverðlaunahafinn frá Búlgaríu Velichko Cholakov keppa.

Þetta markar byrjunina á uppbyggingu fyrir Ólympíuleikana í Peking. Halil Mutlu hefur talað um það að fara upp um flokk og keppa í 62 kg flokki og verður gaman að sjá hvernig hann stendur sig þar. Velichko Cholakov sem keppir í +105 kg flokki snaraði 197,5 kg og jafnhattaði 230 kg í keppni fyrir nokkrum vikum síðan og er því búist við miklum þyngdum frá honum á Evrópumótinu.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Fleiri bætingar voru í seinustu viku en hjá Þorgeiri og var þar Jónsi á ferð og snaraði 82,5 kg og eru þeir félagar í miklum bætingaham og verður gaman að sjá til þeirra í ár.
Snorri Agnars lét okkur hafa link á snildar lyftingasíðu og hvet ég sem flesta að kíkja á síðuna því að þar eru að finna gömul myndbönd af frægum lyftingamönnum.

mánudagur, apríl 11, 2005

Opna Möltumótið

Ég var að fá send úrslitinn frá Opna Möltumótinu og eru þau í Sinclair stigum.
1 Martinez Sergio 379 pts. Spain
2 Sacristan Albert 336 pts. Spain
3 Winkler Nicolai 336 pts. Germany
4 Afron Roberts 332 pts. Wales
5 Guidi Stefano 322 pts. San Marino

Einnig fékk ég send úrslitin frá smáþjóðaleikunum í fyrra og voru þau eftirfarandi:
1 Guidi Stefano 322 pts. SMR
2 Canestier Jean 303 pts. MON
3 Bonventre Sebastien 300 pts. MON
4 Coleiro Noel 300 pts. MLT
5 Rodrigues Filipe 293 pts. LUX
Heimild.
Jesmond Caruana
Landsliðsþjálfari Möltu.

Ármann Dan

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Æfingar

Nú á dögunum leit Guðmundur Sigurðsson við á æfingu hjá okkur og var Sigurður Einarsson FH-ingur með í för og tóku þeir á því með okkur.
Guðmundur er í feikna formi og henti upp nokkrum heimsmetum í snörun!
Siggi var einnig í góðu formi og verður gaman að sjá til hans á Íslandsmótinu.
Þorger skellti upp 127,5 í jafnhendingu nú á mánudaginn og er það hans besta og er það góð viðbót við 180kg sem hann fleygði upp í beygjunum um daginn. Greinilegt að hann ætlar sér stóra hluti á Íslandsmótinu og verður gaman að sjá baráttuna í súpernum.

Ármann Dan