miðvikudagur, apríl 27, 2005

Evrópumótið í Lyftingum 85kg - +105kg flokkur.


Hakan Yilmaz

Í 85 kg flokknum var hart barist og var flokkurinn mjög jafn en það var síðan Ruslan Novikau (Hvíta-Rússland) sem stóð uppi sem sigurvegari með 170 kg í snörun og jafnhattaði 205 kg, samtals 375 kg. Í öðru sæti var það svo Varleriu Calancea (Rúmenia) sem snaraði 165 kg og jafnhattaði 205 kg, samtals 370 kg. Það var síðan Arsen Melikyan (Armenia) sem hlaut bronsið með 165 kg í snörun og 197,5 kg í jafnhöttun, samtals 362,5 kg sem var það sama og Oleksander Cherpak (Ukraína) lyfti en Melikyan var léttari og hlaut því bronsið.

Hakam Yilmaz (Tyrkland) sigraði 94-kg flokkinn með 177,5 kg í snörun og 215 kg í jafnhöttun, samtals 392,5 kg. Andrey Skorobogatov (Rússland) hlaut silfrið með 170 kg í snörun og 212.5 í jafnhöttun, samtals 382,5 kg og Konstantin Piliyev (Ukraína) hlaut bronsið með 170 kg í snörun og 210 kg í jafnhöttun, samtals 380 kg.

Vladimir Smorchkov (Russland) sigraði 105-kg flokkinn með 195 kg í snörun og 227,5 kg í jafnhöttun, samtals 422,5 kg. Í öðru sæti var svo Bunyami Sudas (Tyrkland) sem snaraði 182,5 kg og jafnhattaði einnig 227.5 kg, samtals 410 kg og Ramunas Vysniauskas (Litháhen) lyfti sömu þyngdum en Sudas var léttari og vann því silfrið.

Í +105 kg flokknum var það Vicktors Schyrbatihs (Lettland) sem sigraði með 200 kg í snörun og jafnhattaði 250-kg, samtals 450 kg. Silfrið hlaut Evgeny Chigishev (Rússland) sem snaraði 205 kg og missti naumlega tilraun sína við Evrópumetið 210,5 kg. Hann jafnhattaði 222,5 kg, samtals 447,5 kg. Ashot Danielyan (Armenia) hlaut bronsið með 200 kg í snörun og 240 kg í jafnhöttun, samtals 440 kg.