laugardagur, apríl 23, 2005

Íslandsmótið í Ólympískum Lyftingum

Íslandsmótið í Ólympískum lyftingum var haldið í dag í Íþrótthúsi Snælandsskóla og tókst mótið vel.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

58 kg flokkur kvenna:
1. Sæti Thalithya Overvliet snaraði: 40 kg og jafnhattaði 45 kg. Hún
er Hollenskur Ríkisborgari og keppti því sem gestur á þessu móti.

69 kg flokkur karla:
1. Sæti Andry Ívanson, FH snaraði: 45 kg og jafnhattaði 60 kg.

77 kg flokkur karla:
1. Sæti Sigurður Einarsson, FH snaraði: 75 kg og jafnhattaði 110 kg.
Sigurður reyndi tvisvar við Íslandsmet í jafnhöttun 115,5 kg en það tókst því miður ekki.

94 kg flokkur karla:
1. Sæti Jón Pétur Jóelsson, Ármanni snaraði: 75 kg og jafnhattaði 112,5 kg.
2. Sæti Snorri Agnarsson, Ármanni snaraði: 80 kg og jafnhattaði 107,5 kg.

105 kg flokkur karla:
1. Sæti Ásgeir Bjarnason, FH snaraði: 95 kg og jafnhattaði 125 kg.
2. Sæti Guðbrandur Þorkelsson, Ármanni snaraði: 90 kg og jafnhattaði 122,5 kg
3. Sæti Einar Marteinsson, ÍR snaraði: 75 kg og jafnhattaði 110 kg.

+105 kg flokkur karla:
1. Sæti Gísli Kristjánsson, Ármanni snaraði: 140 kg og jafnhattaði 170 kg.
2. Sæti Skarphéðinn Þráinsson, Ármanni snaraði: 80 kg og jafnhattaði 125 kg.
Þorgeir Ragnarsson tók þátt í þessum flokki en náði ekki að gera gilda
lyftu í snörun og datt því úr keppni. Hann tók samt þátt í jafnhöttun og setti "personal best" 130 kg.

Gísli Kristjánsson var einnig valinn maður mótsins.