laugardagur, apríl 16, 2005

Svíþjóðarmót


Lars Andersson

Um síðustu helgi var lyftingamót haldið í Svíþjóð. Lars Andersson (24 ára) 105 kg flokki, keppti fyrir Falu Ak og sló hvorki meira né minna en fjögur sænsk met! 165,5 kg í snörun og 200,5 í jafnhöttun, samanlagt 365 kg. Sá sem átti fyrra metið var Kristoffer Modig en hann keppir fyrir Kalmar Ak. Metið hans í jafnhöttun var 200 kg slétt og var það sett árið 1998.
Madeleine Ahlner (17 ára) sem keppir fyrir Skara Ak rétt skreið yfir núgildandi met í 63kg flokki kvenna og er nýja metið upp á 88,5 kg.