sunnudagur, mars 20, 2005

Nýjar græjur

Nú í vikunni fengum við góða sendingu. Við fengum tvo nýja hnébeygjurekka og eina Eleiko stöng og er það góð viðbót við þrjár Crown æfingastangir og fullt af bömperum sem við fengum fyrir þremur vikum síðan. Svo eigum við von á kvenna-/unglingastöng og 5 kg bömperum og magnesíum standi. Nú vantar bara nýja húsnæðið svo að við komum iðkendum og græjum fyrir.

Örlítil meiðsl hafa verið að hrjá suma hjá Ármanni, Jónsi er t.d. núna fyrst að geta tekið á því eftir þriggja mánaða axlar vandamál.

Heyrst hefur að Guðmundur Sigurðsson sé kominn með góðan hóp í Hafnarfirðinum og vonumst við eftir góðu samstarfi þar á milli. Hann er einmitt búinn að vera að leiðbeina Thalithya sem hefur verið að mæta hjá okkur einnig. Nú er hún stödd í Hollandi að keppa í Kraftlyftingum og óskum við henni góðs gengis.