fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Gull, gersemar og Sóltúnið

Ég fór í gær og hitti fyrsta Íslandsmeistarann í lyftingum, engan annan en Kára Magister Cat og fékk ég hjá honum sannkallaðar gull og gersemar!
Já Magister lét mér í té myndir af frumkvöðlum lyftinga hér á landi og einnig úrklippu bækur og gamlar ársskýrslur.
Þetta verður svo skannað inn og auðvitað birt hér á þessari síðu.
Ég stefni að því þegar ég er kominn með fleiri ársskýrslur að birta þær hér á netinu og geta þá menn rifjað upp fyrri afrek eða komist að því hvernig og hvað menn voru að lyfta hér á klakanum árum áður.
Ég þakka Kára kærlega fyrir þessar gersemar.

Stjórn Lyftingadeildar Ármanns ásamt Gísla Kristjánssyni, hittist niður í Sóltúni (aðstöðunni okkar) og rifum allt út, þrifum allan salinn og máluðum hann.
Síðan var farið í að þrífa allan búnaðinn og var honum komið svo á sinn stað og ýmsir nýir hlutir búnir að bætast við og enn fleiri eiga eftir að bætast við á næstu dögum.