mánudagur, febrúar 21, 2005

Æfing...

Þorgeir heltók á því á æfingu áðan. Hann snaraði 92,5 sem er bæting um 5 kíló frá hans besta. Svo tók hann 115 í jafnhendingu mjög öruggt. Hann fór í 117,5 og cleanaði það en náði ekki alveg að jarka því en það vantaði ekki mikið uppá. Mjög góður dagur hjá Þorgeiri og virðist hann vera í góðu lagi fyrir Íslandsmótið því þetta eru mun betri tölur en fóru upp hjá honum á Ármannsmótinu.

Gísli var niður frá og átti erfitt með að halda sig frá lóðunum en samkvæmt læknaráði á hann ekkert að taka á því í um viku enn.

Snorri Agnarsson er að batna mikið í jarkinu en það hefur verið að angra hann svolítið.

Steini Leifs er mjög öflugur og snaraði 105, cleanaði 130.

Svo er kominn nýr maður, Danni, á honum kann ég engin skil...sennilega vinur Gústafs Agnars eða eitthvað álíka, allavega vel kunnugur flestum lyftingamönnum þarna sýnist mér.

Ég fór svo bara heim með sárt ennið eftir smá vesen í öxlinni en ein ferð í apótekið á nú að laga það.

Jónsi.