mánudagur, febrúar 07, 2005

Ólympíuleikarnir í Montreal 1976

Á Ólympíuleikunum í Montreal keppti Guðmundur Sigurðsson og er talið að hann hafi unni eitt mesta afrek íslenskra lyftingamann á leikunum þegar hann náði 8. sæti í sínum flokki.
Tveir lyftingamenn náðu lágmörkum fyrir leikanna en það var hann Gústaf Agnarsson sem náði þeim ásamt Guðmundi en Gústaf meiddist síðan stuttu fyrir leikana og þurfti því miður að hætta við og var það miður því Gústaf var einn af 0kkar bestu lyftingamönnum.

Guðmundur Sigurðsson lenti í 8. sæti með 332,5 kg í samanlögðum árangri í jafnhöttun og snörun en þarna var búið að leggja pressuna niður.
Guðmundur náði 13. sæti í snörun með 145 kg og 187,5 kg í jafnhöttun sem færði honum 7. sæti og 8. sæti í heild sinni.

Guðmundur naut mikilla vinsælda á leikunum og fögnuðu áhorfendur honum í hvert sinn sem hann kom fram og reyndi við lyfturnar.
Guðmundur fékk góða dóma eftir leikana í einu virtasta og útbreiddasta lyftingatímariti heims, International Olympic Lifter.
Það var hinn virti íþróttafréttamaður Everill Taggart sem sagði að síðasta lyfta Guðmundar 187,5 kg, hafi verið besta afrek leikanna, hvort sem um var að ræða lyftingar eða eitthvað annað og skrifaði:
"Kraftaverk. Við vorum vitni að kraftaverki og áhorfendur ætluðu vart að trúa sínum eigin augum. Síðan brutust áköf fagnaðarlæti þeirra út. Guðmundur Sigurðsson vann ekki til gullverðlauna en vonlaust hefði verið að fagna honum innilegar þó að svo hefði farið."

Ármann Dan

Allar upplýsingar hér fyrir ofan eru teknar úr bókinni, Íslendingar á Ólympíuleikum eftir Gísla Halldórsson, sem að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands gaf út árið 2003.