laugardagur, febrúar 05, 2005

Íslenskir Lyftingamenn á Ólympíuleikunum

Okkur datt í hug að rifja upp gamla tíma og byrjum á Íslenskum lyftingamönnum á Ólympíuleikunum.
Íslendingar hafa fjórum sinnum tekið þátt í Lyftingum á Ólympíuleikunum og hafa þar 5 lyftingamenn stigið á stokk og sumir oftar en einu sinni.
Hér fyrir neðan settum við inn úrslit okkar manna á tveimur fyrstu leikunum og setjum hin inn seinna.


Mexico City, Mexico 1968

Óskar Sigurpálsson 90 kg. flokkur
Lauk ekki keppni.

Munchen, Þýskaland 1972

Guðmundur Sigurðsson. Milliþungavigt-Þríþraut.
Snörun = 135,0 kg. 13. Sæti
Jafnhöttun = 177,5 kg. 11. Sæti
Pressa = 142,5 kg. 17. Sæti
Samtals = 455,0 kg. 13. Sæti

Óskar Sigurpálsson. Þungavigt-Þríþraut. Snörun 117,5 kg. 23.Sæti
Jafnhöttun 182,5 kg. 15.Sæti
Pressa 177,5 kg. 8.Sæti
Samtals 477,5 kg. 19.Sæti