þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Fréttir

Mikill uppgangur er nú lyftingunum og nokkrir nýjir menn farnir að lyfta. Útlit er fyrir gott mót í Apríl. Einn þeirrra, Sigurbjörn, mætti á sína þriðju æfingu í gær og prófaði að snara og gerði sér lítið fyrir og power snaraði 65. Hann vissi ekki hvað snörun var áður en hann mætti þarna. Hann beygði 130 kg. í gær og er það nokkuð gott fyrir mann sem hefur ekki mikið verið að snerta á lóðunum og þetta voru djúpar og góðar beygjur. Steini Leifs kíkti við og leist vel á kappann, sem mun vera einsdæmi...

Þorgeir stendur í miklum bætingum og heyrst hefur að bróðir hans sé að lyfta í laumi á einhverjum hádegisæfingum. Báðir verða þeir á mótinu. Þorgeir talaði um 85 kg. leynivopn sem á að keppa gegn mér á mótinu, sem verður að teljast mjög jákvætt.

Við erum að sprengja utan af okkur húsnæðið þarna niður í Sóltúni og bíða menn með mikilli eftirvæntingu eftir nýja húsnæðinu í Laugardalnum.

Kveðja,
Jónsi.