sunnudagur, janúar 23, 2005

Gísli Kristjánsson stóð sig vel á Copenhagen Cup

Á opna Kaupmannahafnarmótinu sem var nú um helgina, keppti lyftingamaðurinn og Ármenningurinn Gísli Kristjánsson og lenti hann í öðru sæti í stigakeppni. Gísli Snaraði 155 kg sem er nýtt Íslandsmet í +105 kg flokki og Jafnhenti 182,5 kg, samtals 337,5 kg.
Það var Daninn Jesper Jørgensen sem sigraði og snaraði hann 143 kg og jafnhattaði 172,5 kg, samtals 315,5 kg.
Snörunin, jafnhöttunin og samanlagður árangur hans var allt Danmerkurmet í 85 kg flokki.

Þess má geta að árangur Gísla í snörun var yfir Norðurlanda-, Evrópu- og Heimsmeti í hans aldursflokki, jafnhöttunin var yfir Norðurlanda og Evrópumeti og samanlagður árangur hans var yfir Norðurlanda- Evrópu- og Heimsmeti en hann fær það ekki gilt þar sem þetta var ekki öldungamót.

Gísli hlaut 357,0 stig en Jesper sem vóg 83,4 kg hlaut 370,9 stig.