Yfirlýsing frá Alþjóða Lyftingasambandinu (IWF).
Þessi Yfirlýsing frá Alþjóða Lyftingasambandinu (IWF) kom um daginn.
"Gestir á heimasíðunni okkar hljóta að hafa tekið eftir viku langri truflun á vefsíðu okkar http://www.iwf.net/ um áramótin 2004 og 2005. Okkur finnst við skulda ykkur útskýringu á þessari truflun sem greinilega var til óþæginda fyrir áhugamenn um Lyftingar og þá sem vildu fara á síðuna okkar. Okkar árlega val á "Lyftingamanni ársins" (2004) sem fór fram á síðunni okkar, laðaði að Íranska aðdáendur Hossein Reza Zadeh og kusu þeir í hundraðatali, jafnvel í þúsundartali. Í byrjun voru þetta góðar fréttir, við vorum ánægðir með svona mikinn áhuga á kosningunni okkar.
Hinsvegar þá voru 99% af atkvæðunum ógild, og byrjuðu þau að hefja innreið sína til IWF í faxi og tölvupósti. Til að gera hlutina enn verri þá hófu "hakkarar" að "taka þátt" í þessu og "blokkuðu" heimasíðuna með því að senda falska atkvæðaseðla í tugþúsundartali í tölvupósti daglega ásamt fjölda vírusa.
Við þessa árásir varð IWF að loka heimasíðunni tímabundið og þurfti að hreinsa og hanna upp á nýtt "serverinn" og pósthólf. Þetta kostaði mikið erfiði, peninga og auðvitað tíma."
Þess má geta að vegna þessara atburða er ekki enn búið að velja Lyftingamann Ársins 2004 hjá IWF.
"Gestir á heimasíðunni okkar hljóta að hafa tekið eftir viku langri truflun á vefsíðu okkar http://www.iwf.net/ um áramótin 2004 og 2005. Okkur finnst við skulda ykkur útskýringu á þessari truflun sem greinilega var til óþæginda fyrir áhugamenn um Lyftingar og þá sem vildu fara á síðuna okkar. Okkar árlega val á "Lyftingamanni ársins" (2004) sem fór fram á síðunni okkar, laðaði að Íranska aðdáendur Hossein Reza Zadeh og kusu þeir í hundraðatali, jafnvel í þúsundartali. Í byrjun voru þetta góðar fréttir, við vorum ánægðir með svona mikinn áhuga á kosningunni okkar.
Hinsvegar þá voru 99% af atkvæðunum ógild, og byrjuðu þau að hefja innreið sína til IWF í faxi og tölvupósti. Til að gera hlutina enn verri þá hófu "hakkarar" að "taka þátt" í þessu og "blokkuðu" heimasíðuna með því að senda falska atkvæðaseðla í tugþúsundartali í tölvupósti daglega ásamt fjölda vírusa.
Við þessa árásir varð IWF að loka heimasíðunni tímabundið og þurfti að hreinsa og hanna upp á nýtt "serverinn" og pósthólf. Þetta kostaði mikið erfiði, peninga og auðvitað tíma."
Þess má geta að vegna þessara atburða er ekki enn búið að velja Lyftingamann Ársins 2004 hjá IWF.
<< Home