mánudagur, janúar 10, 2005

Lyftingamaður Ársins

Í hófi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Samtaka íþróttafréttamanna á Grand Hóteli Reykjavík þann 29. desember afhenti ÍSÍ viðurkenningar til 55 íþróttamanna í þrjátíu greinum sem eru innan vébanda ÍSÍ.
Í Ólympískum Lyftingum var Gísli Kristjánsson valin Lyftingamaður Ársins fyrir árangur sinn á árinu en hann keppti á Copenhagen Cup og lyfti þar 150,5 kg. í Snörun og er það Íslandsmet og 175 kg. í Jafnhöttun, samtals 325 kg.
Gísli var einnig valinn Lyftingamaður Ármanns og óskar stjórn Lyftingadeildar Ármanns honum hjartanlega til hamingju með árangurinn á liðnu ári.