miðvikudagur, janúar 19, 2005

Íranskir Lyftingamenn sniðganga æfingabúðir.

Nokkrir af bestu lyftingamönnum Írans, ákváðu á sunnudag að sniðganga æfingabúðir landsliðsins sem að jórdanski þjálfarinn Yordan Georgi Ivanov stendur fyrir.
Sjö af 23 landsliðsmönnum Írana ákváðu þetta í mótmælaskyni við því að búið væri að reka íranska þjálfarann Bahman Zare. Þessir sjö lyftingamenn voru Hossein Rezazadeh, Mehdi Panzovan, Mohammad-Ali Falahati-Nejad,Shahin Nassirinia, Mohsen Biranvand, Asghar Ebrahimi, og Hossein Tavakkoli .Í viðtali á dögunum sagði Falahati-Nejads (77 kg flokki) að íranskir lyftingamenn skulduðu innlendum þjálfurum mikið en landssambandið væri að hunsa þessa ómetanlegu þjónustu sem að þeir hafa veitt. Eftir að sambandið tók þessa ákvörðun þá hefðu lyftingamennirnir tekið þessa ákvörðun um að mæta ekki í æfingabúðirnar, honum til varnar. Þó að íranska lyftingasambandið hafi seinna sent Abdolreza Assadi, sem er innlendur þjálfari, í æfingabúðirnar, þá hefur það ekki samfært lyftingamennina um að taka þátt í æfingabúðunum.

Ármann Dan