Æfingablogg
Ég fór á æfingu í dag og átti von á að vera einn þar sem ég var mættur snemma en þegar æfingin var hálfnuð mætti Bubbi (Guðbrandur) á sína fyrstu æfingu eftir mót. Hann var að ná sér af einhverri kvefpest en snaraði þó vel. Það má greinilega sjá á stíl hans Bubba að þar er vel skólaður lyftingamaður á ferð, mjög flott snörun hjá honum. Hann hefði þó mátt mæta aðeins fyrr, því það er ómetanlegt að fá góð komment á lyfturnar hjá manni frá þeim sem vita meira um þetta, svo maður endurtaki ekki alltaf sömu mistökin. Ég var hinsvegar búinn að snara og jafnhenda þennan daginn þannig að ég átti bara tog og beygjur eftir. Bubbi sagðist hafa í huga að mæta meira í náinni framtíð þar sem dóttir hans er byrjuð að æfa fimleika, að sjálfsögðu hjá Ármanni, fínt að mæta meðan sú stutta æfir hinumegin.
Annars er að frétta að Steini Leifs átti góða æfingu um daginn, snaraði 110. Ég veit til þess að það er nóg pláss fyrir bætingar á þeim bæ. Hann tók 190 í beygjunum um daginn líka.
Þorgeir hefur gefið það upp að hann ætli að taka nýja árið með trukki og hefur undir höndum lyftingaprógram frá Steina sem verður nýtt til hins ítrasta. Ég hef sjálfur verið að æfa undir tilsögn Steina og hefur það reynst mér vel.
Stefnt er á að halda mót í kringum páskana en ekki er komin endanleg dagsetning á það en við munum gefa upp dagsetningu eins fljótt og auðið er.
Við höfum fengið jákvæð viðbrögð við þessum gjörningi okkar að skrifa smá um lyftingarnar en okkur var bent á góða mynd af Ágústi Kárasyni en Ármann Dan er að athuga hvort leyfi fáist til að sýna hana á myndasíðu okkar. Svo fengum við viðbrögð alla leið frá Danaveldi og er það gleðiefni.
-Jónsi-
Annars er að frétta að Steini Leifs átti góða æfingu um daginn, snaraði 110. Ég veit til þess að það er nóg pláss fyrir bætingar á þeim bæ. Hann tók 190 í beygjunum um daginn líka.
Þorgeir hefur gefið það upp að hann ætli að taka nýja árið með trukki og hefur undir höndum lyftingaprógram frá Steina sem verður nýtt til hins ítrasta. Ég hef sjálfur verið að æfa undir tilsögn Steina og hefur það reynst mér vel.
Stefnt er á að halda mót í kringum páskana en ekki er komin endanleg dagsetning á það en við munum gefa upp dagsetningu eins fljótt og auðið er.
Við höfum fengið jákvæð viðbrögð við þessum gjörningi okkar að skrifa smá um lyftingarnar en okkur var bent á góða mynd af Ágústi Kárasyni en Ármann Dan er að athuga hvort leyfi fáist til að sýna hana á myndasíðu okkar. Svo fengum við viðbrögð alla leið frá Danaveldi og er það gleðiefni.
-Jónsi-
<< Home