Smáþjóðaleikar
Frá árinu 1985 hafa Smáþjóðaleikarnir verið haldnir og eru á tveggja ára fresti.
Aðeins hefur verið keppt í lyftingum tvisvar, fyrst 1985 í San Marínó og síðan í Mónakó 1987.
Aðeins einn keppandi frá Íslandi keppti á leikunum 1985 og var það Guðmundur Sigurðsson. Ekki var keppt í flokkum heldur í opinni keppni og stigin reiknuð eftir alþjóðlegri stigatöflu.
Flokkstjórinn Birgir Þór Borgþórsson lýsir þessari keppni svona:
"Hófst nú keppnin í snörun. Svo fór að Florinda náði ekki að lyfta byrjunarþyngd sinni og var þar með úr keppninni. Seggiaro sem var léttastur þeirra er stóðu í baráttunni um sigurinn lyfti 112,5 kg og hafði lokið sínum tilraunum er einvígið milli þeirra Quintus og Guðmundar hófst. Þeir völdu báðir 127,5 kg sem byrjunarþyngd og náðu báðir að lyfta henni. Þeim mistókst síðan báðum að lyfta 132,5 kg í annarri tilraun. Í þriðju og síðustu tilraun hafði Quintus þyngdina upp en Guðmundur ekki. Var nú á brattann að sækja fyrir Guðmund í jafnhendingunni, hann þyngri en Quintus og hafði lyft 5 kg minna. Í jafnhendingu lyfti Seggiaro mest 140 kg. Kom þá röðin að Quintus sem fékk dæmda ógilda fyrstu tilraun sína við 155 kg en hafði þyngdina í annarri. Það þýddi að Guðmundur varð að lyfta 15 kg meira eða 170 kg. Guðmundur byrjaði þó á 165 kg til að tryggja silfurverðlaun, fór sú þyngd upp og Seggiaro frá Mónakó þar með "niður" í þriðja sætið. Quintus reyndi því næst við 165 kg og tæki hann þá þyngd neyddi hann Guðmund upp í 180kg. Honum Mistókst og nægði Guðmundi því að taka 170 kg. Spennan í herbúðum okkar Íslendinga var nú orðin gífurleg. Guðmundur gekk yfirvegaður að stönginni og einbeitti sér um stund. Hann reif því næst stöngina upp á brjóst og tókst með nokkru erfiði að reisa sig upp og spyrnti síðan stönginni upp á beina arma, steig saman og stóð kyrr með stöngina tilskilinn tíma, þar með var gullið í höfn. Guðmundur Ólympíumeistari smáþjóða og fögnuður okkar mikill."
Ármann Dan
Allar upplýsingar hér fyrir ofan eru teknar úr bókinni, Íslendingar á Ólympíuleikum eftir Gísla Halldórsson, sem að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands gaf út árið 2003.
Aðeins hefur verið keppt í lyftingum tvisvar, fyrst 1985 í San Marínó og síðan í Mónakó 1987.
Aðeins einn keppandi frá Íslandi keppti á leikunum 1985 og var það Guðmundur Sigurðsson. Ekki var keppt í flokkum heldur í opinni keppni og stigin reiknuð eftir alþjóðlegri stigatöflu.
Flokkstjórinn Birgir Þór Borgþórsson lýsir þessari keppni svona:
"Hófst nú keppnin í snörun. Svo fór að Florinda náði ekki að lyfta byrjunarþyngd sinni og var þar með úr keppninni. Seggiaro sem var léttastur þeirra er stóðu í baráttunni um sigurinn lyfti 112,5 kg og hafði lokið sínum tilraunum er einvígið milli þeirra Quintus og Guðmundar hófst. Þeir völdu báðir 127,5 kg sem byrjunarþyngd og náðu báðir að lyfta henni. Þeim mistókst síðan báðum að lyfta 132,5 kg í annarri tilraun. Í þriðju og síðustu tilraun hafði Quintus þyngdina upp en Guðmundur ekki. Var nú á brattann að sækja fyrir Guðmund í jafnhendingunni, hann þyngri en Quintus og hafði lyft 5 kg minna. Í jafnhendingu lyfti Seggiaro mest 140 kg. Kom þá röðin að Quintus sem fékk dæmda ógilda fyrstu tilraun sína við 155 kg en hafði þyngdina í annarri. Það þýddi að Guðmundur varð að lyfta 15 kg meira eða 170 kg. Guðmundur byrjaði þó á 165 kg til að tryggja silfurverðlaun, fór sú þyngd upp og Seggiaro frá Mónakó þar með "niður" í þriðja sætið. Quintus reyndi því næst við 165 kg og tæki hann þá þyngd neyddi hann Guðmund upp í 180kg. Honum Mistókst og nægði Guðmundi því að taka 170 kg. Spennan í herbúðum okkar Íslendinga var nú orðin gífurleg. Guðmundur gekk yfirvegaður að stönginni og einbeitti sér um stund. Hann reif því næst stöngina upp á brjóst og tókst með nokkru erfiði að reisa sig upp og spyrnti síðan stönginni upp á beina arma, steig saman og stóð kyrr með stöngina tilskilinn tíma, þar með var gullið í höfn. Guðmundur Ólympíumeistari smáþjóða og fögnuður okkar mikill."
Ármann Dan
Allar upplýsingar hér fyrir ofan eru teknar úr bókinni, Íslendingar á Ólympíuleikum eftir Gísla Halldórsson, sem að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands gaf út árið 2003.
<< Home