mánudagur, febrúar 14, 2005

Arnold Fitness Weekend

Nú styttist í Arnold Fitness Weekend og voru þær fréttir að berast að Kanada sendir 10 manna lið, 7 konur og 5 karla og einn af þeim er Norik Vardanian en faðir hans Yurik Vardanian verður þarna sem þjálfari en hann vann gull á Ólympíuleikunum 1980 með 400-kg samanlagt úr lyftunum sínum í 82.5-kg flokki. Norik sonur hans sem keppir á mótinu er gríðarlega efnilegur og hlakkar mönnum til að sjá hann lyfta.

Shane Hamman frá USA hefur boðað komu sína á mótið en hann keppti á Ólympíuleikunum 2000 og 2004 í Aþenu þar sem hann setti Ameríkumet í jafnhöttun 237.5 kg og samanlagður árangur 430 kg.

Frá Kína koma:
Shi Zhiyong - Gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Aþenu í 62 kg flokki og
Zhang Gouzheng - Gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Aþenu í 69 kg flokki.

Einnig verða þarna gamlar kempur eins og Ike Berger, þrefaldur Heimsmeistari og vann 3 Ólympíuverðlaun í Fjaðurvigt, 1956 vann hann gull og lyfti þar 352,5 kg, silfur í Róm 1960 með 362,6 kg og í Tókíó 1964 vann hann silfur með 382,5 kg.

Tommy Kono sem vann tvö Ólympíugull, fyrst 1952 í 67,5 kg. flokki í Helsinki í Finnlandi en síðan 1956 í 82.5 kg. flokki í Melbourne í Ástralíu. Tommy vann silfur á Ólympíuleikunum í Róm 1960 í 75 kg. Flokki. Tommy Kono varð Heimsmeistari samfellt á árunum 1953-1959 og setti sjö Ólympíumet á ferlinum.