Sænska Meistaramótið
Dagana 12 - 13 febrúar var Sænska meistaramótið haldið í Uppsölum.
Maður mótsins var án efa hinn 25 ára Jim Gyllenhammar í +105 kg flokki sem setti nýtt Svíþjóðarmet í snörun 170,5 kg.
Hann jafnhenti 205,0 kg, en á best 220 kg, samtals árangur hans á mótinu var 375,0 kg en hann á best þar 390 en Jim vó þó aðeins 119 kg.
Þjálfari Jim er enginn annar en Alexander Kurlovich en hann vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Seul 1988 og í Barcelona 1992 í +110kg flokki.
Þess má geta að Jim hefur sett sér þau markmið að vera fyrsti Svíinn til að brjóta 400 kg múrinn og stefnir hann á Ólympíuleikanna í Beijing árið 2008.
Úrslit mótsins er hægt að sjá hér.
Ármann
Maður mótsins var án efa hinn 25 ára Jim Gyllenhammar í +105 kg flokki sem setti nýtt Svíþjóðarmet í snörun 170,5 kg.
Hann jafnhenti 205,0 kg, en á best 220 kg, samtals árangur hans á mótinu var 375,0 kg en hann á best þar 390 en Jim vó þó aðeins 119 kg.
Þjálfari Jim er enginn annar en Alexander Kurlovich en hann vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Seul 1988 og í Barcelona 1992 í +110kg flokki.
Þess má geta að Jim hefur sett sér þau markmið að vera fyrsti Svíinn til að brjóta 400 kg múrinn og stefnir hann á Ólympíuleikanna í Beijing árið 2008.
Úrslit mótsins er hægt að sjá hér.
Ármann
<< Home