miðvikudagur, mars 09, 2005

Kínversku Lyftingamenirnir slógu í gegn!


Shi Zhiyong kórónaði árangurinn sinn með heljarstökki afturábak.

Á laugardaginn slógu kínversku lyftingamennirnir tveir á Arnold fitness weekend í gegn þegar þeir sýndu áhorfendur snörun. Á sunnudeginum sýndu þeir svo jafnhöttun og vakti það mikla lukku þar sem þeir eru báðir "squat jerkers" en það er sjalgæft og sést yfirleitt ekki í Bandaríkjunum.

Shi Zhiyong afsannaði það sem oft er sagt um lyftingar að þú verður stirður af þeim og ekki Íþróttamannslegur en hann tók heljarstökk afturábak eftir eina lyftuna. Einnig afsannaði hann að litlir menn geti aðeins lyft litlum þyngdum. Hinn 62 kg lyftingamaður "jerkaði" 205 kg af statífum.