þriðjudagur, mars 15, 2005

Shane Hamman


Shane Hamman að jafnhenda 220-kg á úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna 2004.

Besti lyftingamaður Bandaríkjanna, Shane Hamman hefur verið að skiptast á að æfa heima
og í Ólympíska æfingasetrinu sem er staðsett í Colorado Springs en svo ætlar hann eingöngu að
æfa í æfingarsetrinu sex seinustu vikurnar fyrir Bandaríska Meistaramótið.
Chad Vaughn sem að fór með Hamman til Aþenu er að æfa með Hamman heima hjá sér.
Besti árangur Hamman í keppni er 197.5 kg í snörun og 237.5 kg í jafnhendingu en nú er hann búinn að
létta sig um rúm 10 kg og verður spennandi að sjá hvort að hann nái að bæta sig á Bandaríska Meistaramótinu.