miðvikudagur, apríl 13, 2005

Nú styttist í Evrópumótið.



Á Evrópumótinu sem fer fram í næstu viku verða margir verðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Aþenu. Allt frá 56 kg flokki þar sem tyrkirnir Halil Mutlu sem vann til gullverðlauna og Artuc Sedat sem vann til bronsverðlauna keppa, til +105 kg flokks þar sem silvurverðlaunahafinn frá Lettlandi Viktors Scerbatihs og bronsverðlaunahafinn frá Búlgaríu Velichko Cholakov keppa.

Þetta markar byrjunina á uppbyggingu fyrir Ólympíuleikana í Peking. Halil Mutlu hefur talað um það að fara upp um flokk og keppa í 62 kg flokki og verður gaman að sjá hvernig hann stendur sig þar. Velichko Cholakov sem keppir í +105 kg flokki snaraði 197,5 kg og jafnhattaði 230 kg í keppni fyrir nokkrum vikum síðan og er því búist við miklum þyngdum frá honum á Evrópumótinu.