mánudagur, mars 28, 2005

Ramunas Vysniauskas var sigursæl í Raszyn, í Litháen.
Alþjóðlegt mót var haldið í Raszyn. Ramunas Vysniauskas frá Litháen vann karlaflokkinn með 456.20 stig, snaraði 190 kg, jafnhattaði 230 kg, samtals 420 kg en sjálfur var hann 104.6. Hörð barátta skapaðist um hin sætin og var mjótt á munum en endaði með því að Pólverjar tóku 2-4 sætið og var árangur þeirra þessi: Robert Dolega með 419.80 stig, snaraði 170 kg, jafnhattaði 217,5 kg, samtals 387,5 kg en sjálfur var hann 105.4 kg. Þriðji var Grzegorz Kleszcz með 416.40 stig, snaraði 185 kg, jafnhattaði 220 kg, samtals 405 kg en sjálfur var hann 127.7 kg. Fjórði var Pawel Najdek með 415.90 stig, snaraði 180 kg, jafnhattaði 230 kg, samtals 410 kg, en sjálfur var hann 138 kg.

Elvira Ginijatulina og Denis Zulins voru sterkust í Dobele.
Elvira Ginijatulina og Denis Zulins náðu besta árangrinum á Lettneska meistaramótinu sem fram fór nú í mars í Dobele. Ginijatulina náði 186.76 stigum, snaraði 55kg, jafnhattaði 70kg, samtals 125 kg en sjálf var hún aðeins 46.6 kg en Zulins náði 376.62 stigum, snaraði 142,5 kg, jafnhattaði 175 kg, samtals 317,5 kg en sjálfur var hann 85.0 kg.

Norska Unglingameistaramótið.
Hinn 19 ára gamli Edvin Jaeger-Hansen var maður mótsins þegar hann náði 291.57stigum, snaraði 97,5 kg, Jafnhattaði 120 kg, samtals 217,5 kg en sjálfur var hann 68.8 kg.

Lars Bojsen setti nýtt Danskt unglingamet í snörun.
Eftir að hafa náð öðru sæti á Danska meistaramótinu þá vann Lars Bojsen Danska unglingameistaramótið sem haldið var núna í mars mánuði í Naestgaard. Hinn 18 ára gamli lyftingamaður setti Danskt unglingamet í snörun í 94-kg flokki með því að snara 125.5 kg. Einnig jafnhattaði hann 140 kg, samtals 265 kg.