miðvikudagur, mars 23, 2005

Ég lyfti aðeins fyrir Íran.

Þetta sagði Íranski lyftingamaðurinn Hossein Rezazadeh þegar hann var spurður út í það hvort orðrómurinn sem væri í gangi væri sannur að hann hygðist lyfta fyrir annað land.

Hossein Rezazadeh að snara heimsmetið 213-kg á Asíska meistaramótinu í Lyftingum 2003.

Hossein Rezazadeh er kóngurinn í heimi lyftinganna með þrjú heimsmet, 213 kg í snörun, 263.5 kg í jafnhöttun og 472.5 kg í samanlögðu. Rezazadeh sagði að með guðsvilja væru heimsmetin hans í hættu á Heimsmeistaramótinu seinna í ár.

Nú þegar hann er kominn úr mikilli hvíld sem fylgdi stórsigri hans á Ólympíuleikunum í Aþenu þar sem hann vann gull og bætti heimsmetið í samanlögðu. Hossein Rezazadeh sagði að hann og allt Íranska landsliðið væru núna í undirbúningi fyrir Heimsmeistaramótið. Aðspurður sagðist hann vera að snara núna 200 kg, jafnhatta 255 kg, og beygja 380 kg og væri sjálfur 158 kg.