þriðjudagur, apríl 26, 2005

Evrópumótið í Lyftingum 56kg-77kg flokkur.


Halil Mutlu

Í síðustu viku fór fram Evrópumeistaramót í Lyftingum í Sofia í Búlgaríu.
Fyrst stigu á stokk keppendur í 56 kg flokki og var það Sedat Artuc (Tyrklandi) sem vann flokkinn. Artuc sem vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar, snaraði 125 kg og jafnhattaði 150 kg, samtals 275 kg. Í öðru sæti var unglingurinn Erol Bilgin sem einnig er frá Tyrklandi og snaraði hann 120 kg og jafnhattaði 145 kg, samtals 265 kg. Í þriðja sæti var svo Hvítrússinn Vitali Dzerbieniov sem að snaraði 117.5kg og jafnhattaði 142.5 kg, samtals 260 kg.

Í 62 kg flokki var það enginn annar en þrefaldi Ólympíumeistarinn Halil Mutlu (Tyrklandi) sem sigraði en hann hafði þyngt sig upp um flokk. Mutlu snaraði 140 kg og jafnhattaði 167,5 kg, samtals 307,5 kg. Annar var Sevdalin Angelov (Búlgaría) með 132,5 kg í snörun og 165 kg í jafnhöttun, samtals 297,5 kg. Þriðji var Adrian Jigau (Rúmenía) sem snaraði 132,5 kg og jafnhattaði 162,5 kg, samtals 295 kg.

Í 69 kg flokki var það Demir Demirev (Bulgaria) sem sigraði með 150 kg í snörun og 185 kg í jafnhöttun, samtals 335 kg. Í öðru sæti var Ferit Sen (Tyrkland) sem snaraði 147.5 kg og jafnhattaði 175 kg, samtals 322,5 kg. Í þriðja sæti var svo Mehmed Fikretov (Bulgaria) en hann snaraði 135 kg og jafnhattaði 177.5 kg, samtals 312,5 kg.

Taner Sagir (Tyrkland) sigraði í 77 kg flokki þar sem hann snaraði 167,5 kg og jafnhattaði 192,5 kg, samtals 360 kg. Í öðru sæti var svo Sebastian Dogariu (Romenia) sem snaraði 160 kg og jafnhattaði 187.5 kg, samtals 347,5 kg. Þriðja sætið hlaut Búlgarinn Ivan Stoitzovsem snaraði 155 kg og jafnhattaði 190 kg, samtals 345 kg.