miðvikudagur, apríl 27, 2005


Hinn 17 ára gamli Clint Grech.

Nú um næstu helgi fer fram Smáþjóðarleikar í Lyftingum og fara þeir fram á Möltu. Þær þjóðir sem taka þátt að þessu sinni eru Malta, Kýpur, Lúxemborg og Mónakó en því miður sendum við Íslendingar enga keppendur.

Samhliða þessum leikum fer fram alþjóðlegt mót í Lyftingum og keppa þar einnig menn frá Ástralíu, Wales, Írlandi og Ghana.
Þetta mót dregur að sér góða keppendur eins og Julian McWatt frá Ghana sem endaði í 14 sæti í 85 kg flokki á Ólympíuleikunum í Aþenu á síðasta ári með 272,5 kg og frá Ástralíu kemur Sergo Chackoyan sem að lenti í þriðja sæti 85 kg flokki á Heimsmeistaramótinu 2003 með 377.5 Kg samanlagt.

Lyftingar á Möltu eru að sækja í sig veðrið og hefur nýliðun verið góð. Fyrr í mánuðinum var haldið úrtökumót fyrir Smáþjóðarleikana í Lyftingum og tryggði hinn 17 ára gamli Clint Grech sér þáttökurétt á mótinu þegar hann setti tvö Möltumet í 69kg flokki, 107,5 kg í jafnhöttun og samanlögðu 190 kg.

Þess má geta að á þessum leikum er ekki keppt í þyngdarflokkum heldur er þetta Sinclair stiga mót.

Ármann Dan