sunnudagur, nóvember 20, 2005

Á þriðjudaginn var haldið 27.ársþing Lyftingasambands Íslands í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Valbjörn Jónsson formaður LSÍ gaf ekki kost á sér til endurkjörs en Valbjörn hefur starfað sem formaður frá árinu 1994. Nýr formaður var kjörinn Ármann Dan Árnason og með honum í stjórn Jón Pétur Jóelsson gjaldkeri og Þorgeir Ragnarsson ritari.

Fulltrúi ÍSÍ á fundinum var Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri og sæmdi hann Valbjörn, fyrir hönd framkvæmdastjórnar ÍSÍ, silfurmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf.

laugardagur, nóvember 19, 2005

+105 flokkur karla.

Keppnin í þessu flokki vakti mikla athygli fyrir þær sakir að Rezazadeh varð í öðru sæti í snörun en það hefur ekki gerst í langan tíma.
Það var Rússinn Eygeny Chigishev sem fór með sigur af hólmi í snöruninni og lyfti 211 kg en Rezazadeh lyfti 210 kg.
Jaber Saed Salem frá Quatar var í þriðja sæti með 201 kg en Viktors Scherbatihs lyfti einnig þeirri þyngd en var þyngri.
Í jafnhöttun var Scherbatihs í fjórða sæti með 243 kg en Salem í þriðja með 245 kg. Chigishev lyfti 246 kg en Rezazadeh 251 kg en reyndi við heimsmet í samanlögðu með því að lyfta 263 kg en náði ekki að “jerka” því og því verður heimsmetið að bíða betri tíma. En glæsilegur árangur hjá Chigishev að lyfta aðeins 4 kg minna en Rezazadeh.

Ármann Dan

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

105 kg flokkur karla.

Það var Rússinn Dmitry Klokov sem sigraði í 105 kg flokknum og fetaði þá í fótspor föður sins Vyacheslav Klokov sem varð heimsmeistari í 110 kg flokk árið 1983.

Klokov snaraði byrjaði á 186 kg í snörun og fór síðan í 190 kg og endaði í 192 kg. Alexandru Bratan Moldavíu náði í silfrið í snörun eftir að hafa lyft 185 kg í sinni fyrstu lyftu en missti 190 kg í annarri lyftu en hafði þá þyngd upp í þriðju tilraun. Martin Tesovic frá slovakíu fékk bronsið með 187 kg.

Klokov tók 222 kg í sinni fyrstu tilraun í jafnhöttun og Bratan tók síðan forustuna með því að lyfta 223 kg í sinni annarri tilraun en það stóð ekki lengi því Tesovic lyfti þá 225 kg í sinni þriðju tilraun. Klokov fór þá í 227 kg í sinni annarri tilraun en þá steig Robert Dolega frá Póllandi upp á pall og reyndi einnig við þá tilraun en hann náði henni ekki upp og sama má seigja með Ramunas Vysniauskas frá Litháen sem reyndi við 228 kg. Bratan reyndi þá við 229 kg í sinni þriðju tilraun en hafði ekki árangur sem erfiði og hafði þá Klokov sigrað og sleppti við sína þriðju tilraun.

Ármann Dan

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

+75 kg flokkur kvenna.

Í fyrsta sæti var Mi-ran Jang frá Kóreu sem snaraði 128 kg og jafnhattaði 172 kg, samtals 300 kg.
Í öðru sæti var Shuangshuang Mu frá Kína sem snaraði 130 kg og jafnhattaði 170 kg, samtals 300 kg en var þyngri og hafnaði því í öðru sæti.
Í þriðja sæti var svo hin Bandaríska Cheryl Haworth sem snaraði 126 kg og jafnhattaði 161 kg, samtals 287 kg.

94 kg flokkur karla.

Í fyrsta sæti var Nizami Pashayev frá Azerbaijan sem snaraði 185 kg og jafnhattaði 216 kg, samtals 401 kg.
Í öðru sæti var Mukhamat Sozaev frá Rússlandi sem snaraði 177 kg og jafnhattaði 221 kg, samtals 398 kg.
Í þriðja sæti var svo hinn Búlgarski Milen Dobrev sem snaraði 180 kg og jafnhattaði 218 kg, samtals 398 en var þyngri en Sozaev og endaði því í þriðja sæti.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

69 kg flokkur kvenna.

Sigurvegari flokksins var Zarema Kasaeva (Rússlandi) en hún byrjaði ekki vel en hún missti 118 kg tvisvar í snörun en náði henni í þriðju tilraun. Hennar helsti keppinautur Liu Haixia (Kína) gekk betur og snaraði 110, 118 og 120 kg og í jafnhendingu lyfti hún 145, 150 og 154 kg og var seinasta lyfta hennar nýtt heimsmet í jafnhendingu og samanlögðu, svo að allir bjuggust við að hún sigraði en Kasaeva tók 145, 153 og 157 kg og setti því heimsmet fullorðinna og unglinga í jafnhöttun og samanlögðu og tryggði sér sigur í þessum flokki aðeins 18 ára gömul. Olga Kiseleva (Rússlandi) hafnaði í þriðja sæti með 110 kg og jafnhattaði 133 kg, samtals 250 kg.

75 kg flokkur kvenna.

Keppnin í þessu flokki reyndist vera ein sú besta sem sést hefur en konurnar skiptust á að setja heimsmet. Hin 20 ára gamla Natalia Zabolotnaya byrjaði á að snara 123 kg en Liu Chunhong frá kína(einnig 20 ára) svaraði því með nýju heimsmeti 126 kg. Natalia svaraði þá með 127 kg og síðan 130 og sigraði því í snörun og setti heimsmet unglinga og fullorðinna. Í jafnhöttun fuku fleiri met og bættist þar inn hin Rússneska Svetlana Podobedova sem lyfti 155 kg í sinni annarri tilraun sem var heimsmet unglinga og fullorðinna í jafnhöttun og í samanlögðu, 279 kg. Liu lyfti sömu þyngd og bætti því heimsmet unglinga og fullorðinna í samanlögðu, 281 kg. Zabolotnaya lyfti 155 kg í sinni þriðju tilraun og setti því heimsmet fullorðinna og unglinga í samanlögðu með 285 kg en það dugði ekki til því að Liu setti nýtt heimsmet unglinga og fullorðinna í jafnhöttun með því að lyfta 159 kg og jafna samanlagða árangurinn en var léttari á líkamsþyngd. Podobedova átti þá eina tilraun eftir og þurfti því að lyfta 162 kg til að vinna flokkinn en henni tókst það ekki og þurfti því að sætta sig við þriðja sætið. 18 ný heimsmet fengu því að líta dagsins ljós og er það ljóst að þessi flokkur sýndi eina bestu keppni sem sést hefur og eru menn sammála um það að 1 kg reglan sé að borga sig.

85 kg flokkur karla.

Keppnin byrjaði með látum í dag þegar að Andrei Rybakov (Hvíta-Rússland) sem var í B-hópi, setti heimset í snörun með 185 kg. Í A-hópi voru margir þekktir kappar og var keppni hörð í snörun þar sem Oleg Perepetchenov (Rússlandi), Vyacheslav Yershov (Kazakhstan) og Li Yong (Kína) lyftu allir 175 kg. Í jafnhöttun hóf Li keppnina með 200 kg og setti þá heimsmet unglinga í samanlögðu en fyrra metið átti hinn 17 ára gammli Ilya Ilin (Kazakhstan) sem að einnig var að keppa og var það ljóst að þessi keppni átti eftir að vera hörð. Lu var ekki hættur og lyfti 205 kg í sinni annarri tilraun og bætti þvi heimsmetið í samanlögðu aftur en var ekki hættur enn og fór í 210 kg og lyfti því og enn bætti hann heimsmetið í samanlögðu. Ilin beið rólegur eftir að Lu hætti og fór í 211 kg í sinni annarri tilraun sem að gafi honum fyrsta sætið í jafnhöttun sem og heimsmet unglinga en annað sætið í keppninni. Aldursforseti flokksins, Rússinn Aslambek Ediev sem er 18 árum eldri en Ilin lyfti einnig 211 kg. Yuan Aijun (Kína) kom þá inn í keppnina og bað um 212 kg í sinni annarri tilraun sem að myndi setja hann í fyrsta sætið í jafnhöttun og samanlögðu en missti það og aftur missti hann þyngdina þegar hann reyndi við hana í sinni þriðju tilraun. Þá var aðeins ein tilraun eftir og hún tilheyrði Ilya Ilin og bað hann um 216 kg á stöngina aðeins 2 kg minna en heimsmet fullorðinna og ef hann lyfti henni þá yrði hann fyrstur í jafnhöttun og samanlögðu og nýtt heimsmet í jafnhöttun og samanlögðu unglinga lyti dagsins ljós. Hann lyfti þeirri þyngd með glæsibrag og brutust út mikil fangaðarlæti þegar þessi 17 ára gamli heimsmeistari unglinga, varð heimsmeistari fullorðinna einnig. Hreint stórkostlegur árangur hjá þessum unga strák og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

Hægt er að sjá úrslit frá mótinu hér.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

HM í Lyftingum.

58 kg flokkur kvenna.

Sigurvegarinn í flokknum var Gu Wei (Kína) sem snaraði 102 kg og jafnhattaði 139 kg sem var heimsmet unglinga og fullorðinna og einnig í samanlögðu.
Í öðru sæti var Wandee Kameaim (Thailand) með 236 kg í samanlögðu og Marina Shainova (Rússlandi) í þriðja sæti með 233 kg.

63 kg flokkur kvenna.

Sigurvegarinn í flokknum var Pawina Thongsuk (Thailand) en hún snaraði 116 kg sem var heimsmet og svo jafnhattaði hún 140 kg sem var einnig heimsmet, samtals 256 kg sem var einnig heimsmet. Í öðru sæti var Shimkova Svetlana (Rússland) með 247 kg í samanlögðu og í þriðja sæti var svo Liu Xia (Kína) sem lyfti 238 í samanlögðu.

69 kg flokkur.

Sigurvegarinn var Shi Zhiyong (Kína) sem að snaraði 160 kg og jafnhattaði 190 kg, samtals 350 kg. Í öðru sæti var svo Lee Bae-young (Korea) með 337 kg í samanlögðu en í þriðja sæti var svo frakkinn Vencelas Dabaya sem að lyfti 324 kg í samanlögðu.

77 kg flokkur karla.

Sigurvegarinn í flokknum var Li Hongli (Kína) sem að snaraði 165 kg og jafnhattaði 196 kg, samtals 361kg. Í öðru sæti var Sebatian Dogariu (Rúmeníu) með 353 kg í samanlögðu en í þriðja sæti var svo Abbas Sufyan sem að lyfti 351 í samanlögðu.

föstudagur, nóvember 11, 2005

HM dagur 2.

53 kg flokkur kvenna.

Keppt var í 53 kg flokki kvenna í dag og var það Li Ping (Kína) sem fór með sigur af hólmi og snaraði 98 kg og jafnhattaði 126 kg sem færði henni heimsmet unglinga í jafnhöttun og samanlögðu. Hún reyndi einnig við 131 kg en náði því ekki upp. Önnur var Junpim Kuntatean (Thailand) sem snaraði 98 kg og jafnhattaði 123 í jafnhöttun en slasaðist þegar hún reyndi við 130 kg. Þriðja var svo Yudergue Contreras (Dominican Republic).

62 kg flokkur karla

Í 62 kg flokki var það Qui Le (Kína) sem sigraði en í öðru sæti var samlandi hans Zhang Ping. Qui snaraði 144 kg og jafnhattaði 178 kg. Zhang snaraði 145 kg og jafnhattaði 170 kg.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Í gær hófst Heimsmeistarakeppnin og voru það 48 kg flokkur kvenna og 56 kg flokkur karla sem hófu leik.

Wang Mingjuan (Kína) fór á kostum í dag þar sem hún setti 9 heimsmet í unglinga og fullorðinsflokki. Hún hóf keppnina á 89 kg í snörun og fór síðan í 93 kg sem var nýtt heimsmet unglinga og endaði að lyfta 95 kg sem var að sjálfsögðu nýtt heimsmet unglinga. En hún var rétt að byrja og lyfti hún 112 kg í fyrstu lyftu sinni í jafnhöttun og 116 kg í annarri sem var heimsmet unglinga og fullorðinna en hún var ekki búin að fá nóg og bað um 118 kg á stöngina og setti hún þá heimsmet í jafnhöttun og samanlögðu í bæði unglinga og fullorðinsflokki. Hreint stórkostlegur árangur hjá þessari ungu lyftingakonu.

56 kg flokkur karla.
Sá sem sigraði 56 kg flokk karla var hann Wang Shin-yuan (Taipei) sem snaraði 122 kg í sinni fyrstu tilraun og 125 í þeirri annarri en missti 126 í sinni þriðju tilraun. Það sem vakti athygli manna í þessum flokki var að Víetnaminn Tuan Hong Anh vann til gullverðlauna í snörun með 126 kg en hann keppti í B-flokki.
Wang lyfti síðan 153 kg í sinni fyrstu tilraun og 156 kg í sinni annarri og var því með 281 kg í samanlögðu. Í öðru sæti var Lee (Kórea) með 280 kg í samanlögðu en í þriðja sæti var síðan Tuan Hong Anh sem keppti í B-flokki en hann snaraði 126 kg og jafnhattaði 153 kg, samanlagt 279 kg.

Ármann Dan

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

HM í lyftingum í Doha, Qatar.

Heimsmeistaramótið í lyftingum var sett í gær af varaforseta Ólympíunefndar Qatar Sheikh Saud bin Ali Al Thani í Al Sadd íþróttahöllinni.

Í dag hefst síðan keppnin sjálf og byrjar fyrsti kvennaflokkurinn (48 kg) kl. 14:30 og 56 kg flokkur karla hefst kl. 17:00 og er þetta sýnt beint á Eurosport og hvet ég alla til að fylgjast með keppninni sem stendur til 17. nóv.

Ármann Dan

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Þýskur Rezazadeh???

Í þýska dagblaðinu Die Welt var því haldið fram að náinn vinur Rezazadeh hefði haft samband við Claus Umbach forseta Þýska lyftingasambandsins og rætt þá möguleika að Rezazadeh myndi lyfta fyrir Þýskaland í framtíðinni.
Þessu neitar Frank Mantek talsmaður þýska lyftingasambandsins og þegar hann er inntur út í fréttina þá neitar hann að veita svar.
Rezazadeh sem fékk tilboð frá Tyrklandi fyrir nokkrum árum, neitar þessu einnig og hefur gefið það út að ekki sé til sú fjárhæð sem myndi fá hann til að skipta um landslið.
Rezazadeh sagði einnig að hann vonaðist eftir góðum hlutum á HM seinna í þessum mánuði þar sem hann er búinn að snara 212.5 kg og jafnhatta 270 kg á æfingu nýlega.

Ármann.