sunnudagur, nóvember 20, 2005

Á þriðjudaginn var haldið 27.ársþing Lyftingasambands Íslands í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Valbjörn Jónsson formaður LSÍ gaf ekki kost á sér til endurkjörs en Valbjörn hefur starfað sem formaður frá árinu 1994. Nýr formaður var kjörinn Ármann Dan Árnason og með honum í stjórn Jón Pétur Jóelsson gjaldkeri og Þorgeir Ragnarsson ritari.

Fulltrúi ÍSÍ á fundinum var Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri og sæmdi hann Valbjörn, fyrir hönd framkvæmdastjórnar ÍSÍ, silfurmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf.