fimmtudagur, nóvember 17, 2005

105 kg flokkur karla.

Það var Rússinn Dmitry Klokov sem sigraði í 105 kg flokknum og fetaði þá í fótspor föður sins Vyacheslav Klokov sem varð heimsmeistari í 110 kg flokk árið 1983.

Klokov snaraði byrjaði á 186 kg í snörun og fór síðan í 190 kg og endaði í 192 kg. Alexandru Bratan Moldavíu náði í silfrið í snörun eftir að hafa lyft 185 kg í sinni fyrstu lyftu en missti 190 kg í annarri lyftu en hafði þá þyngd upp í þriðju tilraun. Martin Tesovic frá slovakíu fékk bronsið með 187 kg.

Klokov tók 222 kg í sinni fyrstu tilraun í jafnhöttun og Bratan tók síðan forustuna með því að lyfta 223 kg í sinni annarri tilraun en það stóð ekki lengi því Tesovic lyfti þá 225 kg í sinni þriðju tilraun. Klokov fór þá í 227 kg í sinni annarri tilraun en þá steig Robert Dolega frá Póllandi upp á pall og reyndi einnig við þá tilraun en hann náði henni ekki upp og sama má seigja með Ramunas Vysniauskas frá Litháen sem reyndi við 228 kg. Bratan reyndi þá við 229 kg í sinni þriðju tilraun en hafði ekki árangur sem erfiði og hafði þá Klokov sigrað og sleppti við sína þriðju tilraun.

Ármann Dan