Í gær hófst Heimsmeistarakeppnin og voru það 48 kg flokkur kvenna og 56 kg flokkur karla sem hófu leik.
Wang Mingjuan (Kína) fór á kostum í dag þar sem hún setti 9 heimsmet í unglinga og fullorðinsflokki. Hún hóf keppnina á 89 kg í snörun og fór síðan í 93 kg sem var nýtt heimsmet unglinga og endaði að lyfta 95 kg sem var að sjálfsögðu nýtt heimsmet unglinga. En hún var rétt að byrja og lyfti hún 112 kg í fyrstu lyftu sinni í jafnhöttun og 116 kg í annarri sem var heimsmet unglinga og fullorðinna en hún var ekki búin að fá nóg og bað um 118 kg á stöngina og setti hún þá heimsmet í jafnhöttun og samanlögðu í bæði unglinga og fullorðinsflokki. Hreint stórkostlegur árangur hjá þessari ungu lyftingakonu.
56 kg flokkur karla.
Sá sem sigraði 56 kg flokk karla var hann Wang Shin-yuan (Taipei) sem snaraði 122 kg í sinni fyrstu tilraun og 125 í þeirri annarri en missti 126 í sinni þriðju tilraun. Það sem vakti athygli manna í þessum flokki var að Víetnaminn Tuan Hong Anh vann til gullverðlauna í snörun með 126 kg en hann keppti í B-flokki.
Wang lyfti síðan 153 kg í sinni fyrstu tilraun og 156 kg í sinni annarri og var því með 281 kg í samanlögðu. Í öðru sæti var Lee (Kórea) með 280 kg í samanlögðu en í þriðja sæti var síðan Tuan Hong Anh sem keppti í B-flokki en hann snaraði 126 kg og jafnhattaði 153 kg, samanlagt 279 kg.
Ármann Dan
Wang Mingjuan (Kína) fór á kostum í dag þar sem hún setti 9 heimsmet í unglinga og fullorðinsflokki. Hún hóf keppnina á 89 kg í snörun og fór síðan í 93 kg sem var nýtt heimsmet unglinga og endaði að lyfta 95 kg sem var að sjálfsögðu nýtt heimsmet unglinga. En hún var rétt að byrja og lyfti hún 112 kg í fyrstu lyftu sinni í jafnhöttun og 116 kg í annarri sem var heimsmet unglinga og fullorðinna en hún var ekki búin að fá nóg og bað um 118 kg á stöngina og setti hún þá heimsmet í jafnhöttun og samanlögðu í bæði unglinga og fullorðinsflokki. Hreint stórkostlegur árangur hjá þessari ungu lyftingakonu.
56 kg flokkur karla.
Sá sem sigraði 56 kg flokk karla var hann Wang Shin-yuan (Taipei) sem snaraði 122 kg í sinni fyrstu tilraun og 125 í þeirri annarri en missti 126 í sinni þriðju tilraun. Það sem vakti athygli manna í þessum flokki var að Víetnaminn Tuan Hong Anh vann til gullverðlauna í snörun með 126 kg en hann keppti í B-flokki.
Wang lyfti síðan 153 kg í sinni fyrstu tilraun og 156 kg í sinni annarri og var því með 281 kg í samanlögðu. Í öðru sæti var Lee (Kórea) með 280 kg í samanlögðu en í þriðja sæti var síðan Tuan Hong Anh sem keppti í B-flokki en hann snaraði 126 kg og jafnhattaði 153 kg, samanlagt 279 kg.
Ármann Dan
<< Home