Setur Rezazadeh 3 Heimsmet á HM?
Í næsta mánuði fer fram HM í lyftingum í Qatar og spá menn því að Hossein Rezazadeh muni slá heimsmet sín í snörun, jafnhendingu og samanlögðu.
Á heimasíðunni hjá Ironmind tala menn um að samkvæmt áræðanlegum heimildum þá hafi Rezazadeh snarað 205 kg og jafnhent 260 kg á æfingu rétt fyrir Asíuleikana sem voru haldnir í september á þessu ári.
Rezazadeh sem snaraði "aðeins" 200 kg og 260 kg á Asíuleikunum sagði í viðtali við Ironmind að þeir mættu búast við þungum lyftum frá honum á komandi Heimsmeistaramóti.
Þess má geta að heimsmetin hans eru 213 kg í snörun, 263 kg í jafnhöttun og 472 í samanlögðu.
Leonid Taranenko á þyngstu jafnhendinguna 266 kg og þyngsta samanlagða árangur 475 kg en Antonio Krastev á þyngstu snörunina 216 kg.
Ármann Dan
Á heimasíðunni hjá Ironmind tala menn um að samkvæmt áræðanlegum heimildum þá hafi Rezazadeh snarað 205 kg og jafnhent 260 kg á æfingu rétt fyrir Asíuleikana sem voru haldnir í september á þessu ári.
Rezazadeh sem snaraði "aðeins" 200 kg og 260 kg á Asíuleikunum sagði í viðtali við Ironmind að þeir mættu búast við þungum lyftum frá honum á komandi Heimsmeistaramóti.
Þess má geta að heimsmetin hans eru 213 kg í snörun, 263 kg í jafnhöttun og 472 í samanlögðu.
Leonid Taranenko á þyngstu jafnhendinguna 266 kg og þyngsta samanlagða árangur 475 kg en Antonio Krastev á þyngstu snörunina 216 kg.
Ármann Dan
<< Home