miðvikudagur, september 28, 2005

Norðurlandamót 24.-25. sept.

Nú um síðustu helgi var haldið Norðurlandamót í lyftingum og fór það fram í Pori í Finnlandi.

Á laugardeginum var keppt í kvennaflokki 48-63 kg og 69- +75 kg flokki. Einnig í 56 kg, 69 kg og 77 kg flokki karla.

Ruth Kasirye frá Noregi sigraði í kvennaflokki 48-63 kg með 80 kg í snörun og 102 kg í jafnhendingu, samtals 182 kg sem gáfu henni 223,0 sinclair stig.
Í öðru sæti var Heidi Harju frá Finnlandi með 80 kg í snörun og 95 kg í jafnhendingu, samtals 175 kg.
Í þriðja sæti var Sini Kukkonen frá Finnlandi með 68 kg í snörun og 86 kg í jafnhendingu, samtals 154 kg en þess má geta að hún er enn að keppa í unglingaflokki.

Í kvennaflokki 69- +75 kg flokki sigraði hin Finnska Katariina Vestman en hún snaraði 76 kg og jafnhattaði 98 kg, samtals 174 kg.
Í öðru sæti var hin sænska Gerda Sundstrom sem snaraði 74 kg og jafnhattaði 101 kg, samtals 175 kg.
Í þriðja sæti var Madeleine Ahlner frá Svíþjóð sem snaraði 65 kg og jafnhattaði 85 kg, samtals 150 kg.

Dæmt var í kvennaflokki eftir sinclair stigum.

Í 62 kg flokki karla var það Finninn Samuli Pirkkiö sem snaraði 89 kg, jafnhattaði 107 kg, samtals 196 kg.
Annar var Ermin Javor frá Svíþjóð en hann snaraði 82 kg og jafnhattaði 105 kg, samtals 187 kg.

Í 69 kg flokki voru 5 keppendur en tveir keppendur duttu út, annar í snörun en það var hinn 19 ára gamli Edvin Jäger Hansen frá Noregi en hann reyndi við 100 kg og Daninn Henrik Jensen datt út í jafnhöttun er hann reyndi við 126 kg.
Í fyrsta sæti var Svíinn Fredrik Svenson með 107 kg í snörun og 128 kg í jafnhöttun, samtals 235 kg. Annar var Daninn Daniel Barentsen sem snaraði 105 kg og jafnhattaði 125 kg, samtals 230 kg. Þriðji var svo Finninn Simo Nurmi sem snaraði 100 kg, jafnhattaði 125 kg, samtals 225 kg.

Í 77 kg flokki var það Lettinn Maris Andzans sem að snaraði 133 kg og jafnhattaði 157 kg en hafði ekki upp 163 kg sem hann reyndi við í síðustu tilraun sinni. Samtals lyfti hann því 290 kg.
Í öðru sæti var Norðmaðurinn Steinar Kvame sem snaraði 129 kg og jafnhattaði 145 kg en meiddist í annarri tilraun sinni með 151 kg og sleppti þriðju tilraun. Samtals lyfti hann því 274 kg.
Í þriðja sæti var Finninn Mikko Kuusisto snaraði 115 kg, jafnhattaði 148 kg, samtals 263 kg.
Í fjórða sæti var Daninn Rasmus Christiansen sem að snaraði 114 kg, jafnhattaði 143 kg, samtals 257 kg.
Í fimmta sæti var Svíinn Henrik Grundberg sem snaraði 112 kg, jafnhattaði 135 kg, samtals 247 kg.
Í sjötta sæti var Norðmaðurinn Morten Johanssen sem snaraði 100 kg, jafnhattaði 135 kg, samtals 235 kg.

Úrslit frá seinni hópnum koma á morgunn.
Ármann Dan