fimmtudagur, maí 26, 2005

Svíþjóðarmeistaramót Unglinga

Daganna 21-22 maí var haldið Svíþjóðarmeistaramót 16 ára og yngri.

Tveir keppendur stóðu upp úr og er greinilegt að Svíar ætla sér stóra hluti í framtíðinni og er mikill uppgangur í Íþróttinni í Svíþjóð.

Það var Jimmy Källgren (1989) sem steig fyrstur á stokk og keppti hann í 56 kg flokki og setti þar Svíþjóðarmet drengja og unglinga í snörun, jafnhöttun og samanlögðu með 73 kg í snörun, 92 kg í jafnhöttun og 165 kg í samanlögðu.

Svo var það í +94 kg flokki þar sem að Ragnar Öhman setti drengjamet í snörun, jafnhöttun og samanlögðu með 115 kg í snörun, 150 kg í jafnhöttun og 265 kg í samanlögðu.

Hægt er að sjá úrslit mótsins með því að smella hér.


Ragnar Öhman jafnhattar 140 kg á EM unglinga 2004