föstudagur, maí 13, 2005

Æfingarblogg

Á æfingu í gær kom gestur til okkar alla leið frá Danmörku en það var hinn "Gamli" lyftingamaður Birgir Eiríksson.
Biggi sem er mættur hingað á klakann í helgarferð gat ekki annað en mætt á æfingu til okkar og tekið á lóðunum.
Biggi sem á best 130 kg í snörun og 150 kg í jafnhöttun í gamla 91 kg flokki, snaraði 100 kg og jafnhattaði 120 kg á æfingunni í gær (94 kg sjálfur)og verður það að teljast helv... gott fyrir mann sem hefur ekki æft lyftingar í mörg ár.
Biggi er að vísu að æfa í tækjasal þarna úti en ég var nú að hvetja hann til að finna sér lyftingasal og fara að æfa greinarnar aftur því að hann hefur greinilega litlu gleymt.
Biggi kom og hitti okkur þegar við vorum á Copenhagen Weightlifting Cup í janúar fyrr á þessu ári og er aldrei að vita nema að hann verði fastur gestur þarna með okkur í framtíðinni.

Ármann Dan