fimmtudagur, maí 05, 2005

1 kg. reglan tekin í gildi

1 kg. reglan hefur tekið gildi frá og með 1. maí og hefur Alþjóða Lyftingasambandið gefið frá sér samantekt um hvernig þetta virkar.

Þar til nú hefur mátt þyngja lægst um 2.5 kg, nema ef um met var að ræða, þar sem mátti nota 0.5 kg. hækkun. Þá voru einungis taldar með 2.5 kg. hækkanirnar í samanlögðu en ekki þessi aukakíló sem komu inní út af metum.

En nú fyrsta maí má auka þyngdina um 1 kg., hvort sem um keppni eða met er um að ræða og nú eru allar tölur teknar inní samanlagða þyngd, bæði í keppni og í metum.