föstudagur, maí 20, 2005

Heimsmeistaramót unglinga í lyftingum.

Heimsmeistaramót unglinga fer fram í Busan í Kóreu og hófst það 17. maí og stendur til 24. maí. Þetta er fyrsta stórmótið
þar sem nýju 1 kíló reglunni er beitt.

56 kg flokkur.
Cen Biao (Kína) snaraði 120 kg og var þá í fjórða sæti en gekk betur í jafnhöttun og lyfti þar 156 kg, samtals 276 kg
og nægði það honum til sigurs.
Hoanganh Tuan (Víetnam) var efstur eftir snörunina þegar hann snaraði 123 kg en honum gekk ekki jafnvel í jafnhöttun og
lyfti þar 153 kg, samtals 276 kg og þó að hann og Cen Biao hefðu lyft sömu heildarþyngdinni þá var Tuan þyngri og endaði
því í öðru sæti.
Heimamaðurinn Lee John-Hoon (Kórea) var í þriðja sæti eftir snörunina með 121 kg og hélt þessu sæti í gegnum keppnina
þar sem hann jafnhattaði 151 kg, samtals 272 kg.

Þarna sést greinilega hvað þessi nýja regla gerir mótin mun skemmtilegri þar sem að fimm efstu menn í snörun lyfta: 123, 122, 121, 120 og 119 kg!


62 kg flokkur.
Jin Jiantao (Kína) byrjaði í snörun eftir að hinir voru hættir en það tók hann þrjár tilraunir að ná byrjunarþyngdinni upp
sem var 128 kg. Honum gekk betur í jafnhöttun og náði þar 150 kg, samtals 278 kg sem tryggði honum gullið.
So Ho-Cheoi (Kórea) sem var í áttunda sæti eftir snörunina kom heldur betur á óvart þegar að hann jafnhenti 157 kg sem
tryggði honum annað sætið.
Katsuhiko Uechi (Japan) sem var einnig neðarlega eftir snörunina með 115 kg, náði einnig góðri jafnhendingu 157 kg
og tryggði það honum þriðja sætið með 273 kg í samanlögðu.

69 kg flokkur.
Yao Yuewei (Kína) var efstur eftir snörunina með 151 kg, annar var Tyrkinn Mete Binay með 150 kg og sá þriðji var
heimamaðurinn Sa Jae-Hyuk með 145 kg.
Þegar komið var í jafnhöttun þá byrjaði Yao með 165 kg en missti 170 tvisvar og var því með 301 kg samanlagt sem færði honum
bronsið. Binay byrjaði á að lyfta 170 kg og svo 173 kg en náði ekki 175 kg í þriðju tilraun og var því með 303 kg samanlagt
sem tryggði honum silfrið. Sa Jae-Hyuk byrjaði á 172 kg og fór svo í 179 kg til þess að tryggja sér gullið og náði því.
Hann bað svo um 188 í sinni þriðju tilraun til þess að setja nýtt heimsmet í jafnhendingu unglinga en eftir að hafa "Klínað"
það örugglega þá náði hann ekki að "jarka" því.

Ármann Dan