þriðjudagur, maí 24, 2005

Heimsmeistaramót unglinga í lyftingum II

77 kg flokkur.
Taner Sagir (Tyrkland) kom sá og sigraði í sínum flokki en sá sem komst næstur honum var Kínverjinn Lu Changliang.
Lu snaraði 152 kg í fyrstu tilraun og Sagir svaraði þá með 156 kg, Lu fór þá í 158 kg en Sagir lyfti 160 kg.
Í þriðju og síðustu tilraun lyfti Lu í 161 kg en Sagir jafnaði Lu með 161 kg en þar sem hann var léttari þá
hafði hann forustu.
Í jafnhöttun opnaði Lu á 182 kg og fór síðan í 189 kg en Sagir fór í 190 og lét það nægja. Í þriðja sæti var svo
Hvít-Rússinn Mikalai Charniak með 151 kg í snörun og 182 kg í jafnhendingu.


85 kg flokkur.
Ilya Ilin (Kazakhstan) náði stórkostlegum árangri í sínum flokki og setti heimsmet unglinga í jafnhendingu 206 kg.
Það var hinsvegar Vadzim Straltsuov (Hvíta-Rússland) sem lyfti mest í snörun en það voru 168 kg sem fuku upp hjá honum en
Ilya Ilin lyfti einnig 168 en var þyngri og því annar í snörun en sá þriðji var Mohamed Eshtiwi (Lybia).
Í jafnhöttun byrjaði Ilin á 197 kg og fór svo í 202 og endaði á heimsmeti unglinga 206 kg í hans þriðju tilraun og tryggði
það honum gullið.
Roman Khamatchine (Rússland) reyndi við sömu þyngd en hafði hana ekki upp og endaði þriðji í samanlögðu.
Straltsuov lyfti 195 kg í jafnhöttun og nægði það honum í annað sætið.
Ekki nóg með það að Ilin hafi sett heimsmet þarna heldur var hann einnig yngstur keppanda í þessum flokki og er vert að
muna eftir honum þegar kemur að Ólympíuleikunum í Peking 2008.

94 kg flokkur.
Í þessum flokki stóð baráttan milli tveggja manna og voru það Andrey Demanov (Rússland) og Arsen Kasabiev (Georgia).
Í snörununni var það Arsen Kasabiev sem byrjaði á 160 kg en Demanov svaraði með 161 kg, fór þá Kasabiev í 165 kg og Demanov
fylgdi á eftir með 166 kg. Í þriðju tilraun fór Kasabiev í 167 kg en Demanov sem var þyngri fór þá upp í 168 kg.
Roman Russyanovskiy (Kazakhstan) náði þriðja sætinu af Eduardo Guadamud (Ecuador) með því að jafna lyftuna hans 162 kg en
var léttari að líkamsþyngd.
Í jafnhöttun byrjaði Kasabiev á 203 kg og Demanov ætlaði að svara með 204 en náði ekki að "Jerka" því og mistókst einnig
í seinni tilrauninni og endaði því í öðru sæti. Kasabiev lyfti 208 kg og bað síðan um 217 kg
en náði ekki að standa upp með hana en hafði unnið gullið engu að síður.
Í þriðja sæti var svo Russyanovskiy.

Ármann Dan