miðvikudagur, september 14, 2005

Evrópumót unglinga í Sofia

Evrópumót unglinga fór fram í Sofia í Búlgaríu í lok ágústmánaðar og hér fyrir neðan birtast úrslit frá fyrstu fjórum flokkunum.
Afgangurinn kemur á morgunn.


Drengir 50 KG:
1. sæti Bünvami Sezer (17 ára) frá Tyrklandi snaraði 90 kg og jafnhattaði 105, samtals 195 kg.

2. sæti Antoniu Buci (16 ára) frá Rúmeníu snaraði 87 kg og jafnhattaði 107, samtals 194 kg.

3. sæti Rubik Mamoyan frá Armeníu (16 ára) snaraði 84 kg og jafnhattaði 102 kg, samtals 186.

15. sæti var svo Norðmaðurinn Fröde Alexander Aronsen (14 ára) sem snaraði 65 kg og jafnhattaði 83 kg, samtals 148 kg

Drengir 56 KG:
1. sæti Pavel Sukhanov frá Rússlandi snaraði 106 kg og jafnhattaði 131 kg, samtals 237 kg.

2. sæti Davit Muradyan frá Armeníu (17 ára) snaraði 103 kg og jafnhattaði 127 kg, samtals 230 kg.

3. sæti Viacuaslau Malashenka frá Hvíta-Rússlandi (16 ára) snaraði 100 kg og jafnhattaði 126 kg, samtals 226 kg.

11. sæti var svo Svíinn Jimmy Källgren sem snaraði 78 kg, jafnhattaði 98 og 176 kg í samanlögðu. Þetta voru sænsk drengja og unglingamet í snörun, jafnhöttun og samanlögðu.

Drengir 62 KG:
1. sæti Sergei Petrosian (17 ára) frá Rússlandi snaraði 118 kg og jafnhattaði 145 kg, samtals 263 kg.

2. sæti Alexandru Dudoglu (16 ára) frá Moldavíu snaraði 120 og jafnhattaði 143 kg, samtals 263 kg en var þyngri og hafnaði því í öðru sæti.

3. sæti Paul Stoichita (16 ára) frá Rúmeníu snaraði 113 og jafnhattaði 145 kg, samtals 258 kg.


Drengir 69 KG:
1. sæti Tigran Martirosyan (17 ára) frá Armeníu snaraði 140 kg og jafnhattaði 168 kg, samtals 308kg.
Martirosyan setti þarna Evrópumet unglinga í snörun, jafnhöttun og samanlögðu.

2. sæti Erkand Qerimaj (17 ára) frá Albaníu snaraði 137 kg og jafnhattaði 166, samtals 303 kg.

3. sæti Aram Andrikyan (17 ára) frá Armeníu snaraði 128 kg og jafnhattaði 153 kg, samtals 281 kg.

21. sæti var svo Daninn Mark Nielsen (17 ára) og snaraði hann 98 kg og jafnhattaði 123 kg, samtals 221 kg.

23. sæti var svo Svíinn Simon Thropp (17 ára) snaraði 97 kg og jafnhattaði 115 kg, samanlagt 212 kg. Þetta voru sænsk unglingamet í snörun og samanlögðu.