laugardagur, október 01, 2005

Norðurlandamót í Lyftingum, seinni hluti.

Keppnin í 85, 94,105 og +105 kg flokki karla fór fram sunnudaginn 25. sept og hér koma úrslit úr þeim flokkum.

85 kg flokkur.
Í fyrsta sæti var Christian Kraft frá Svíþjóð en hann snaraði 130 kg og jafnhattaði 156 kg, samtals 286 kg.
Í öðru sæti var Finninn Jussi Hernesniemi sem snaraði 123 kg og jafnhattaði 155 kg, samtals 278 kg.
Í þriðja sæti var svo Norðmaðurinn Jostein Fröyd sem að snaraði 127 kg og jafnhattaði 150 kg en meiddist við 155 kg og þurfti því að hætta við síðustu tilraun sína. Samtals lyfti hann 277 kg.

94 kg flokkur.
Þar tryggði Gunnar Lögdahl sér sinn 5 Norðurlandatitill í röð með því að snara 146 kg og jafnhatta 180 kg, samtals 326 kg en átti best fyrir þetta mót 310 kg.
Í öðru sæti var Toni Puurunen frá Finnlandi sem að snaraði 145 kg en mistókst tvisvar við 148 kg. Toni jafnhattaði 177 kg í sinni fyrstu tilraun en mistókst við 179 kg og 182 kg og endaði því með 322 kg í samanlögðu sem er langt frá hans besta þar sem hann á 350 kg best.
Í þriðja sæti var svo Daninn Peter Banke sem að er byrjaður í lyftingum aftur eftir stutt hlé og stóð hann sig ágætlega með því að snara 132 kg og jafnhatta 169 kg, samtals 301 kg og var það bæting um 3,5 kg.

105 kg flokkur.
Í fyrsta sæti var Geir Grönnevik frá Noregi en hann snaraði 147 kg og jafnhattaði 183 kg, samtals 330 kg sem er aðeins 5 kg frá hans besta.
Í öðru sæti var svo samlandi Geirs hann Per Hordnes sem að snaraði 143 kg og jafnhattaði 176 kg en klikkaði við 184 kg. Samtals lyfti hann því 319 kg sem er aðeins 1 kg frá hans besta.
Í þriðja sæti var Juha Kukkonen frá Finnlandi sem að snaraði 130 kg í fyrstu tilraun en mistókst tvisvar við 140 kg. Juha jafnhattaði 150 kg í sinni fyrstu tilraun en mistókst tvisvar við 160 kg og náði því 280 kg í samanlögðu sem er langt frá hans besta því að hann á 320 kg best í samanlögðu.

+105 kg flokkur.
Í fyrsta sæti var Antti Everi frá Finnlandi sem að snaraði 164 kg sem var hans besta snörun og jafnhattaði 197 kg og reyndi við 201 kg sem hefði verið hans besti árangur en því miður hafði hann það ekki upp og endaði því með 361 kg sem er aðeins 4 kg frá hans besta.
Í öðru sæti var Norðmaðurinn Börge Aadland sem að snaraði 123 kg og jafnhattaði 175 kg en mistókst tvisvar við 180 kg. Samtals lyfti hann því 298 kg sem er bæting um 3 kg í totali.
Í þriðja sæti var Jan Nissen frá Danmörku sem ætlaði reyndar að keppa í 105 kg flokknum en náði ekki vigt og snaraði hann 132 kg og jafnhattaði 165 kg, samtals 297 kg sem er 8 kg frá hans besta.
Í fjórða sæti var svo Svíinn Olov Leijonborg sem snaraði 136 kg og jafnhattaði 161 kg, samtals 297 kg eins og Jan Nissen en þar sem hann var þyngri þá endaði hann í fjórða sæti. Þess má geta að þetta var bæting hjá honum um 7 kg í total.

Maður mótsins var Antti Everi frá Finnlandi með 370,335 sinclair stig og Kona mótsins var Ruth Kasirye frá Noregi með 223,029 sinclair stig.

Ármann Dan