laugardagur, október 22, 2005

Pan American og Criollo Cup.

BARBADOS sendir frá sér tvo lyftingamenn á Pan American Unglingameistaramótið og Criollo Cup sem verða haldin í Puerto Rico 22. okt.
Christopher Clarke, 15ára og Ivorn McKnee, 24 ára eru þeir tveir sem voru valdir til að keppa fyrir hönd lands sins.
Clarke keppti fyrr á þessu ári í 62 kg flokki barna á Pan American skólamóti og vann þar gull í sínum flokki í Queretaro, Mexico. Hann hefur nú færst upp í unglingaflokk (15 ára) en keppir áfram í 62 kg flokki. Ef hann vinnur sinn flokk á þessu móti, þá setur hann met því aldrei áður hefur sami einstaklingur unnið Pan American barna og Unglinga sama ár. Þess má til gamans geta að Clarke hefur unnið gull á öllum alþjóðlegum mótum sem hann hefur kept á.
McKnee mun keppa á Criollo Cup í 105 kg flokki en þetta er aðeins hans annað alþjóðlega mót en hann keppti á Pan American mótinu sem haldið var í júní fyrr á þessu ári.

Ármann Dan