fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Þýskur Rezazadeh???

Í þýska dagblaðinu Die Welt var því haldið fram að náinn vinur Rezazadeh hefði haft samband við Claus Umbach forseta Þýska lyftingasambandsins og rætt þá möguleika að Rezazadeh myndi lyfta fyrir Þýskaland í framtíðinni.
Þessu neitar Frank Mantek talsmaður þýska lyftingasambandsins og þegar hann er inntur út í fréttina þá neitar hann að veita svar.
Rezazadeh sem fékk tilboð frá Tyrklandi fyrir nokkrum árum, neitar þessu einnig og hefur gefið það út að ekki sé til sú fjárhæð sem myndi fá hann til að skipta um landslið.
Rezazadeh sagði einnig að hann vonaðist eftir góðum hlutum á HM seinna í þessum mánuði þar sem hann er búinn að snara 212.5 kg og jafnhatta 270 kg á æfingu nýlega.

Ármann.