föstudagur, maí 19, 2006

Íslandsmet

Hér í "Linkum" til hliðar eru kominn Íslandsmetin í Lyftingum.
Verið er að vinna í að koma með Íslandsmet öldunga og ættu þau að koma inn bráðlega.

Meira af Thor Cup

Thor cup sem fram fór í Smáralind um síðustu helgi hefur vakið athygli fyrir utan landssteinanna og líst mörgum vel á þetta nýja fyrirkomulag á keppninni.

Anders Nielsen þjálfari danska liðsins sagði að þetta hefði verið frábær keppni og það hafi verið mjög aðdáunarvert og einnig sagði hann að ef mót eins og þetta yrði haldið aftur að þá ætti bara að láta þá vita og þeir myndu koma!

Nánar má lesa um þetta hér:

mánudagur, maí 15, 2006

Thor Cup 2006

Mótið Thor Cup 2006 sem Mita Overvliet hélt í samvinnu við David Goldstrom, sjónvarpsmann hjá Eurosport, fór fram um helgina og var sýnt í beinni útsendingu á Rúv.
Mótið tókst mjög vel í alla staði og var gaman að sjá hversu margir áhorfendur mættu.
Mót þetta var með nýju sniði og skiptust keppendur í þrjá hópa: Léttvigt, millivigt og þungavigt.

Úrslit urðu þessi:
Léttvigt.
Steinar Kvame (NOR)byrjaði á 122 kg í snörun en náði henni ekki upp fyrr en í þriðju tilraun. Hann byrjaði síðan á 147 kg í jafnhöttun og tók síðan 151 kg en náði ekki 154 kg í sinni þriðju. Samtals 273 kg.

Hans Joergensen (DEN)byrjaði á 110 í snörun svo 115 en náði ekki 117 kg í sinni þriðju tilraun. Í jafnhöttun byrjaði hann á 140 kg tók síðan 146 kg en náði ekki 150 í sinni þriðju tilraun. Samtals 261 kg. Þess má til gamans geta að Hans er varð 46 ára í mars á þessu ári.

Miika Antti-Roiko (FIN)byrjaði á 115 kg í snörun en náði ekki að lyfta því fyrr en í sinni þriðju tilraun. Miika byrjaði á 136 í jafnhöttun fór síðan í 142 kg en náði ekki upp 146 í sinni þriðju tilraun. Samtals 257 kg og er þessi strákur aðeins 18 ára.

Frederik Svenson (SWE)byrjaði á 105 í snörun fór síðan í 110 kg en náði ekki 115 í sinni þriðju tilraun. Hann byrjaði á 130 kg í jafnhöttun og fór síðan í 135 en náði ekki að lyfta 140 kg í sinni síðustu tilraun. Samtals 245 kg.

Sigurður Einarsson (ISL)snaraði 100 kg og reyndi við nýtt Íslandsmet 103 kg en upp fór það ekki. Sigurður náði síðan ekki að lyfta byrjunarþyngd sinni 127 kg í jafnhöttun en lítið vantaði upp á.

Millivigt:
Elmo Oksman (FIN)byrjaði á 130kg í snörun en mistókst við 137kg í annarri tilraun en náði því í þriðju tilraun. Elmo byrjaði í 170 kg í jafnhöttun og fór síðan í 177 kg en mistókst bæði í sinni annarri og þriðju tilraun. Samtals 307 kg sem er glæsilegt hjá þessum strák sem verður 20 ára gamall núna í desember.

Jostein Froyd (NOR)byrjaði á 131 kg en mistókst og náði því upp í annarri tilraun en mistókst við 135 í sinni þriðju tilraun. Hann byrjaði á 167 kg í jafnhöttun en mistókst en náði því upp í sinni annarri tilraun og lyfti síðan 170 kg. Samtals 301 kg.

Peter Banke (DEN)byrjaði á 120kg í snörun en mistókst við 128 kg í annarri og þriðju tilraun. Hann byrjaði síðan í 160 kg í jafnhöttun sem mistókst en náði henni upp í annarri tilraun og reyndi síðan við 170 en sú mistókst. Samtals 280 kg.

Christian Kraft (SWE)byrjaði á 120kg og fór síðan í 125kg sem mistókst í annarri og þriðju tilraun. Hann byrjaði í 140kg í jafnhöttun en mistókst við 146 í annarri tilraun en lyfti því svo í sinni þriðju tilraun. Samtals 266 kg.

Guðmundur Sigurðsson (ISL)byrjaði í 105 kg í snörun en reyndi síðan að lyfta yfir gildandi heimsmeti í hans aldursflokki 111 kg en mistókst naumlega í bæði annarri og þriðju tilraun. Í jafnhöttun byrjaði Guðmundur á 143 kg en mistókst en náði því í annarri tilraun og var þetta 8 kg yfir gildandi heimsmeti í hans aldurflokki og samanlagt gerði þetta 248 kg sem er 3kg yfir gildandi heimsmeti í hans aldursflokki. Snörunin og samanlagður árangur var að sjálfsögðu ný Íslandsmet í hans aldursflokki en hann á einnig metið í jafnhöttun 145kg sem hann setti á Copenhage Cup í janúar á þessu ári. Hreint stórglæsilegur árangur hjá þessum reynda lyftingamanni sem verður 60 ára gamall í Júní.

Þungavigt.
Jim Gyllenhammar (SWE)Jim byrjaði á 165 kg í snörun og reyndi svo við nýtt sænskt met 171 kg en upp fór það ekki en hann gafst ekki upp og bað um 172 á stöngina og lyfti því og nýtt Svíþjóðarmet leit dagsins ljós. Jim byrjaði á 200kg í jafnhöttun og bað svo um 220kg en náði því ekki og reyndi aftur við þá þyng en upp vildi hún ekki. Ef Jim hafði náð að lyfta 220 að þá hefði Svíþjóð skotist upp fyrir norðmenn með 1 kg. Jim hafði helgina áður á EM sett nýtt sænskt met í jafnhöttun 221kg. Samtals lyfti Jim 372kg.

Miikka Huhtala (FIN) Byrjaði á 155 kg í snörun og fór síðan í 162kg og endaði í 168 kg. Miikka byrjaði í 185kg í jafnhöttun, mistókst síðan við 192kg en fór svo í 200kg og lyfti því. Samtals 368 kg.

Geir Gronnevik (NOR) byrjaði á 145 kg í snörun og fór þá í 150 sem mistókst í annarri og þriðju tilraun. Geir byrjaði á 183 kg í jafnhöttun sem mistókst en hann lyfti því í sinni annarri tilraun en mistókst við 187 kg í sinni seinustu tilraun. Geir var tæpur á meiðslum á mjöðm fyrir þetta mót og komu meiðslin upp þegar hann var að snara en hann ákvað að halda áfram og kláraði keppnina með samtals 328 kg.

Lars Bojsen (DEN) byrjaði á 120 kg í snörun og fór svo í 125 kg en mistókst við 131 kg í sinni þriðju tilraun. Hann byrjaði síðan á 140kg í jafnhöttun og fór í 145 og síðan 150kg. Samtals 275 kg, glæsilegt hjá þessum 19 ára gamla strák.

Ásgeir Bjarnason (ISL)Ásgeir hóf keppnina á 105 kg í snörun og fór svo í 110 kg en mistókst við 113 kg í sinni þriðju tilraun. Hann byrjaði á 135 kg í jafnhöttun og fór svo í 140 sem var það þyngsta sem hann hefur lyft og reyndi síðan við 145 kg í þriðju tilraun en það vantaði herslu muninn á jarkinu og því fór hún ekki upp. Samtals 250 kg.

Loka úrslit keppninnar koma hér:

Finnland 932 kg
Noregur 902 kg
Svíþjóð 883 kg
Danmörk 816 kg
Ísland 598 kg

föstudagur, maí 05, 2006

Evrópumótið 2006

Nú fer fram Evrópumótið í Ólympískum Lyftingum í Póllandi og er það sýnt á Eurosport og hvet ég alla til að horfa á útsendinguna frá þessum atburði.

Hægt er að nálgast úrslitin hér.