Opna Ármannsmótið í Lyftingum
Í dag var haldið opna Ármannsmótið í lyftingum og voru sex keppendur mættir til leiks.
Í 85kg drengjaflokki (17 ára) keppti Agnar Óli Snorrason og gerði hann sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í snörun, jafnhöttun og í samanlögðu í sínum þyngdarflokki bæði í drengja- og unglingaflokki, þegar hann snaraði 86 kg, jafnhattaði 110 kg, samanlagt 196 kg og gerðu það 235,927 sinclair stig. Hreint stórkostlegur árangur hjá þessum unga lyftingamanni.
Í 69 kg flokki keppti Hrannar Guðmundsson og snaraði hann 75 kg, jafnhattaði 104 kg, samanlagt 104 kg sem færðu honum 244,236 stig og jafnframt 3ja sætið í stigakeppninni.
Í 77 kg flokki keppti Kristófer A. Agnarsson úr Ármanni og snaraði hann 60 kg, jafnhattaði 90 kg, samanlagt 150 kg og gerðu það 192,861 sinclair stig.
Í 94 kg flokki kepptu þeir Víkingur Eyjólfsson og Jón Pétur Jóelsson og var það Víkingur sem bar sigur úr bítum.
Víkingur Snaraði 90 kg, jafnhattaði 120 kg, samanlagt 210 kg sem færðu honum 248,376 stig og jafnframt 2. sætið í stigakeppninni.
Jón Pétur snaraði 84 kg jafnhattaði 105 kg, samanlagt 189 kg sem gáfu honum 219,839 stig..
Í +105 kg flokki keppti Gísli Kristjánsson og snaraði hann 137 kg, jafnhattaði 165 kg, samtals 302 kg og færði það honum 320.009 stig og einnig 1. sætið í stigakeppninni.
Glæsilegt mót í alla staði og þakkar lyftingadeild Ármanns keppendum sem og áhorfendum fyrir gott mót.
Í 85kg drengjaflokki (17 ára) keppti Agnar Óli Snorrason og gerði hann sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í snörun, jafnhöttun og í samanlögðu í sínum þyngdarflokki bæði í drengja- og unglingaflokki, þegar hann snaraði 86 kg, jafnhattaði 110 kg, samanlagt 196 kg og gerðu það 235,927 sinclair stig. Hreint stórkostlegur árangur hjá þessum unga lyftingamanni.
Í 69 kg flokki keppti Hrannar Guðmundsson og snaraði hann 75 kg, jafnhattaði 104 kg, samanlagt 104 kg sem færðu honum 244,236 stig og jafnframt 3ja sætið í stigakeppninni.
Í 77 kg flokki keppti Kristófer A. Agnarsson úr Ármanni og snaraði hann 60 kg, jafnhattaði 90 kg, samanlagt 150 kg og gerðu það 192,861 sinclair stig.
Í 94 kg flokki kepptu þeir Víkingur Eyjólfsson og Jón Pétur Jóelsson og var það Víkingur sem bar sigur úr bítum.
Víkingur Snaraði 90 kg, jafnhattaði 120 kg, samanlagt 210 kg sem færðu honum 248,376 stig og jafnframt 2. sætið í stigakeppninni.
Jón Pétur snaraði 84 kg jafnhattaði 105 kg, samanlagt 189 kg sem gáfu honum 219,839 stig..
Í +105 kg flokki keppti Gísli Kristjánsson og snaraði hann 137 kg, jafnhattaði 165 kg, samtals 302 kg og færði það honum 320.009 stig og einnig 1. sætið í stigakeppninni.
Glæsilegt mót í alla staði og þakkar lyftingadeild Ármanns keppendum sem og áhorfendum fyrir gott mót.
<< Home