föstudagur, apríl 13, 2007

Thor cup og aðrar fréttir

Noregur er búinn að birta hverjir munu keppa fyrir þeirra hönd á Thor Cup sem verður haldið hér á landi þann 19. maí næstkomandi.

Það verða þeir Jarleif Amdal, Jostein Frøyd og Per Hordnes sem stíga á stokk og eru hér tölur frá þeim frá Noregsmótinu sem var haldið þann 10. mars 2007.

Jarleif Amdal(84kg) 85 kg flokkur
121kg-150kg-271kg

Jostein Frøyd (96kg) -105kg flokkur
132kg-166kg-298kg

Per Hordnes(93kg) 94 kg flokkur
140kg-170kg-310kg

Samtals er þyngd þeirra 273 kg og eru þeir 7kg undir hámarkinu.
Samtals lyftri þyngd þeirra gerir þetta 879kg en í fyrra lyftu þeir 902kg samanlagt og er það 23kg undir árangri þeirra í fyrra.

Þess má geta að gamla brýnið Stian Grimseth keppti á þessu móti, eftir langan tíma og eru þetta tölurnar hans: 157kg-175kg-332kg og hann var hann stigahæðsti maður mótsins.