miðvikudagur, desember 20, 2006

Aalborg Cup 2006

Þann 18. desember fór fram hið árlega Aalborg Cup þar sem 62 tóku þátt, þar af 21 frá Noregi og einnig voru keppendur mættir frá Hollandi og Skotlandi.

Besti drengja lyftingamaðurinn var Kim E. Johanssen fra Norge með 292 Sinclair stig. Í öðru sæti var Paw Møller frá Lillerød. Í þriðja sæti varðLasse Larsen IK 99 sem vann 62 kg flokkinn med 65kg í snörun og 93kg í jafnhöttun, samtals 158 kg.

Í unglingaflokki tóku 8 manns þátt.
Í 69 kg flokki var það Mark Lessel Nielsen IK 99 sem fór með sigur af hólmi með 217 kg (97 – 120) í samanlögðu. Í öðru sæti varð Jerry Andersen AK Viking með 153 kg (68 – 85) í samanlögðu.

Í 77 kg flokki var Thomas Christensen Bagsværd VK alene, einn í flokk og snaraði það 80 kg og jafnhattaði 90kg, samtals 170kg.

Í 85 kg flokki var það Tor E. Rasmussen sem fór með sigur af hólmi þegar hann lyfti 185 kg samanlagt. Í öðru sæti varð Jørn Rasmussens sem lyfti 10 kg minna í samanlögðu eða 175 kg. Þess má geta að þeir koma báðir frá Stavanger í Noregi.

Í 94 kg flokki var það Mikkel Andersen frá AK Viking eini keppandinn og lyfti hann 248 kg í samanlögðu. 112 kg í snörun og 136 kg í jafnhöttun. Snörunin og samanlagður árangur hans var persónulegt met.

Í 105 kg flokki lyfti Erik Lau Kelner einnig einn og snaraði hann 95kg sem var persónulegt met. Í jafnhöttun lyfti hann 105 kg, samanlagt 200kg.

Í +105 kg flokki var líka aðeins einn keppandi og var það Markus P. Hansen frá Bagsværd VK sem lyfti 282 kg (125 -157) samanlagt. Hann reyndi einnig við nýtt unglingamet 161kg í jafnhöttun en því miður hafði hann það ekki upp. Markus var stigahæstur unglinga með 300,16 point. Í öðru sæti varð Mark Nielsen IK 99 með 292 stig en í þriðja sæti varðMikkel Andersen - AK Viking með 281,53 stig.

Í kvennaflokki voru 11 keppendur og voru mörg góð úrslit.
Besta lyftingakonan var Anja E. Jordalen frá AK Bjørgvin í Noregi með 180 kg í samanlögðu, aðeins 67,7 kg að líkamsþyngd. Anja snaraði 80kg og jafnhattaði 100 kg og fyrir það náði hún 203,74 stigum. Í öðru sæti varð það samherji Önju hún Camilla Carlsen eftir harða baráttu við Mette Jepsen IK 99 sem lenti í þriðja sæti og voru það aðeins 0,55 stig sem skildu þær að. Christina Ejstrup Bagsværd IK og Signe Beck IK 99 komu í næstu sætum á eftir.

Karlaflokkur.
Í 56 kg flokki var Kim Carlsen frá Norge eini keppandinn og endaði hann með 117kg í samanlögðu. Enginn keppandi var í 62kg eða 69kg flokki.

Í 77 kg var það Daniel Bærentsen AK Jyden sem fór með sigur af hólmi þegar hann lyfti 262 kg í samanlögðu. Daniel snaraði 117 kg og lyfti persónulegu meti í jafnhöttun 145 kg.

Í 85 kg flokki voru tveir keppendur og í fjarveru Jespers Jørgensens gat Niels Jacobsen AK Jyden unnið með 238 kg í samanlögðu. Í öðru sæti varð Ian Robertson frá Skotlandi.

Í 94 kg flokki var það reynsluboltinn Peter Banke sem fór með sigur af hólmi þegar hann snaraði 105kg og jafnhattaði 170kg, samtals 275kg. Í öðru sæti varð Lasse Møller frá Ålholm með 272 kg (122 -150) í samanlögðu. Í þriðja sæti varð Martin Hatle frá Skotlandi og landi hans Colin Campbell í því fjórða.

Í 105 kg flokki var það Jan Nissen frá Ålholm sem sigraði með 130kg í snörun og 155kg í jafnhöttun, samtals 285kg. Í öðru sæti varð Ove Hordnes frá Norge og í þriðja varð Paul Rae frá Skotlandi.

Í +105 kg flokki var Børge Aadland einn í flokknum og lyfti hann samtals 301kg (126 -175).
Stigahæðsti maður mótsins var Daniel Bærentsen með 342 stig. Í öðru sæti varð Børge Aadland með 324 stig og í þriðja sæti varð Jan Nissen með 320,5 stig.