föstudagur, október 06, 2006

Fréttir frá Heimsmeistaramóti öldunga Í Kraftlyftingumsem nú stendur yfir í Killeen, Texas.

Jón Gunnarsson náði þeim glæsilega árangri á HM öldunga í kraftlyftingum,
að verða heimsmeistari annað árið í röð, í flokki 40-49 ára. Jón sem keppti í
90 kg flokki var með bestan árangur í hnébeygjunni eða 310 kg og í bekkpressu
tók hann 190 kg. Staðan eftir tvær greinar var sú að Jón var í öðru sæti og þegar
tveimur lyftum í réttstöðunni var lokið þá var Kanadamaðurinn Jeff Becker með
15 kg forskot á hann. Jón meldaði sig þá í 302,5 í seinustu lyftu og innsiglaði
sigurinn með samanlagðan árangur upp á 802,5 kg.
Í einstökum greinum fékk Jón gull fyrir hnébeygju, brons fyrir bekkpressu og
silfur í réttstöðu.

Kveðja
María Guðsteinsdóttir
Ritari KRAFT