laugardagur, september 30, 2006

Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum fór fram í dag.

Mita Overvliet var eina konan sem keppti á mótinu og keppti hún í 63 kg.flokki.
Hún snaraði 45 kg, jafnhenti 55 kg, samtals 100 kg. Mita er hollenskur
ríkisborgari og keppti sem gestur.

Íslandsmeistarinn í 85 kg flokki karla var Sigurður Einarsson F.H. og
snaraði hann 97 kg og reyndi við nýtt Íslandsmet 103 kg en því miður
fór það ekki upp. Sigurður jafnhenti 136 kg sem er nýtt Íslandsmet.
Samtals lyfti Sigurður 233 kg sem er aðeins 1 kg frá Íslandsmetinu.

Í 94 kg flokki voru tveir keppendur.
Jón Pétur Jóelsson, Ármanni varð Íslandsmeistari og snaraði hann 86 kg
og jafnhenti 125 kg, samtals 211 kg.
Í öðru sæti var Snorri Agnarsson, Ármanni sem snaraði 80 kg og
jafnhenti 110 kg, samtals 190 kg. Þar með náði Snorri lágmörkum fyrir
HM öldunga.

Í 105 kg flokki varð Ásgeir Bjarnason Íslandsmeistari og snaraði hann
107 kg og jafnhenti 150 kg, samtals 257 kg.

Hörð keppni var um stigahæðsta mann mótsins og vann Sigurður með
279.76 stig en Ásgeir var í öðru með 278,77 stig.
Sigurður var því maður mótsins.