miðvikudagur, desember 06, 2006

Asíuleikarnir II


Ilya Ilin að setja nýtt Asíumet í jafnhöttun 226kg.

Í 75 kg flokki kvenna var það hin Kínverska Cao Lei sem fór með sigur af hólmi með því að lyfta 120kg í snörun og 152kg í jafnhöttun, samtals 272kg. Í öðru sæti varð svo Mya Sanda Oo frá Myamar og snaraði hún 110kg og jafnhattaði 140kg, samtals 250kg. Kim Soon Hee frá Kóreu lenti í þriðja sæti með 110kg í snörun og 136kg í jafnhöttun, samtals 246kg

Síðan var keppt í 85kg og 94 kg flokki karla og var nú komið að Kazakhstan að sýna hvað í þeim bjó.

Í 85kg flokki var það Vyacheslav Yershov frá Kazakhstan sem sigraði með 175kg og jafnhattaði 202kg, samtals 377kg. Í öðru sæti varð hinn kínverski Lu Yong sem snaraði 167g og jafnhattaði einnig 202kg, samtalst 369. Í þriðja sæti varð svo Kim Seon Jong frá Kóreu sem snaraði 155kg og jafnhattaði 200kg, samtals 355kg.

Í 94kg flokki varð Ilya Ilin frá Kazakhstan sem snaraði 171kg en bætti Asíumet sitt um 1kg þegar hann lyfti 226kg í jafnhöttun, samtals 397kg. Lee Ung Jo frá Kóreu lenti í öðru sæti með 370kg í samanlögðu og í þriðja sæti varð svo Hsieh Wei Chun frá Tapei með 355kg í samanlögðu.