föstudagur, október 06, 2006

HM í Ólympískum Lyftingum

Í dag verður keppt í B grúppu +75 kg flokki kvenna og A og B grúppu í 94 kg flokki karla og seinna í kvöld verða B grúppurnar í 105 kg +105 kg flokki.

Ég spái því að þeir félagar frá Noregi, Geir Gronnevik og Per Hordnes séu í B grúppu í 105 kg flokki.
Báðir ætla þeir að byrja á 340 kg og spái ég að Geir byrji á 152-188 og reyni að enda á 157-192=349 því þá er hann búinn að bæta Noregsmetin sín í snörun, jafnhendingu og samanlögðu um eitt kíló hvert.
Ég spái þvi að Per byrji eitthvað lægra í snörun en hærra í jafnhendingu þar sem honum hefur gengið betur að jafnhenda en Geir það sem af er þessu ári.
Þetta á eftir að vera mjög spennandi keppni á milli þeirra félaga og gaman er að sjá Per spreyta sig í þessum flokki því í fyrra og árin á undan var hann í 94 kg flokki.

Í B grúppu í +105 kg flokki spái ég að keppi þeir Jim Gyllenhammar frá Svíþjóð og Antii Everi frá Finnlandi.

Jim ætlar að byrja á 389 kg og spái ég að hann taki í snörun: 169-173-(175 eða 176). Í jafnhendingu spái ég 220-223-(225-226). 173kg í snörun væri nýtt Svíþjóðarmet sem og 223kg í jafnhendingu = 396kg sem er einnig nýtt Svíþjóðarmet. Ég gæti trúað að hann reyndi við 175-6 og 225-226 til að ná eða brjóta 400 kg múrinn.

Antii Everi ætlar að byrja á 365kg, sennilega 165kg-200kg en hann á 165kg einmitt best og 201kg þannig að hann er að stefna á að bæta sín met í öllu.
Ég spái því að hann nái 167kg-200=367kg og bæti því snörunina um 2 kg og samanlagt um 2 kg einnig.

Gamann verður að sjá hvernig þessir norðurlandabúar standa sig og hversu nálægt ég verði í spá minni.

Ármann Dan