fimmtudagur, desember 07, 2006

Lokadagur Asíuleikanna.


Hossein Rezazadeh sigurvegari í +105kg flokki.

+75kg flokkur kvenna var í dag og héldu Kínverjar áfram sigurgöngu sinni.
Það var hin Kínverska Mu Shuangshuang sem vann þennan flokk þegar hún snaraði 139kg sem var nýtt Asíu-og heimsmet og jafnhattaði 178kg, samtals 317kg. Jang Mi Ran frá Kóreu endaði í öðru sæti með 135kg í snörun og 178kg í jafnhöttun, samtals 313kg. Annipa Moontar var í þriðja sæti með 265kg í samanlögðu.

Í 105kg flokki var að hinn Sýrlenski Ahed Joughili sem fór mðe sigur af hólmi þegar hann snaraði 170kg og jafnhattaði 222kg, samtals 392kg. Mahammad Aljuaifri frá Írak varð í öðru sæti með 175kg í snörun og 216kg í jafnhöttun, samtals 391kg. Bakhyt Akhmetov frá Kazakhstan endaði í þriðja sæti með 175kg í snörun og 213kg í jafnhöttun, samtals 388kg.

Það var lítil spenna í +105kg flokki í dag og voru menn ekki í sínu besta formi eins og sást á tölunum.
Hossein Rezazadeh vann flokkinn með 195kg í snörun en ekki vantaði mikið upp á að hann myndi missa þyngdina en hann á best 213kg. Í jafnhöttun lyfti hann aðeins einu sinni og var það 230kg, samtals 425kg. Í öðru sæti varð svo Jaber Salem frá Qatar sem snaraði 185kg og jafnhattaði 222kg, samtals 407kg. Í þriðja sæti varð svo Andrey Martemyanov frá Uzbekistan sem snaraði 168kg og jafnhattaði 213kg, samtals 382kg.