mánudagur, nóvember 26, 2007

Minningargrein


Gústaf Agnarsson.

Á dögunum lést einn ástsælasti lyftingamaður þjóðarinnar, Gústaf Agnarsson.

Gústaf átti að baki farsælan feril í ólympískum lyftingum og var hann margfaldur Íslandsmeistari bæði í unglinga- sem og fullorðinsflokki. Gústaf náði einnig góðum árangri í keppnisgrein sinni fyrir utan landssteinana og varð hann meðal annars Norðurlandameistari. Á HM 1979 náði hann þeim frábæra árangri að lenda í 10. sæti.

Gústaf var iðinn við að setja met og átti hann fjölmörg Íslandsmet í fullorðins- og unglingaflokki og jafnframt náði hann einnig þeim árangri að setja Norðurlandamet í báðum aldursflokkum.

Öllum aðstandendum Gústafs votta ég mína dýpstu samúð.

Ármann Dan Árnason
Fyrrverandi Formaður Lyftingasambands Íslands.